Skírnir - 01.01.1983, Page 11
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
9
aldrei annað en skammlífur draumur um líf. Umskiptin úr lífi
í dauða táknast í dauðalitnum. Snjóskýin fella blæju sína yfir
landið og kæfa gróandann í fæðingu: .. allt snjóhvítt undir
þeim, og svo sleiktu þau sig sumstaðar niður eftir hlíðunum
og alstaðar voru tunguförin eftir þau hvít, snjóhvít“(200).
Náttúrumyndin rekur feril frá dauða um líf til dauða og
speglar framvindu sögunnar í heild sinni. Þegar grannt er skoð-
að sést að þversögn lífs og dauða er kjarninn í merkingarkerfi
hennar og frásagnarferli. Hún er sá merkingarflötur sem
atvik og persónur þiggja þýðingu sína af. Önnur mikilvæg
merkingarvensl eru í sögunni, en öll eru þau undirskipuð þver-
stæðunni sem hér hefur verið lýst.
a. Dauði —» Lif
„Náttúran hefur gefið mér eldheita þrá eftir lukku“(215),
segir Anna sýslumannsekkja. Hamingjudraumur hennar er nátt-
úrukyns, lífslöngun og frelsisþrá. Hún vill lifa í samræmi við
tilfinningar sínar, vera sjálfri sér trú, og heimtar frelsi sér til
handa. En neikvætt samfélag hefur haldið þessari „lukkuþrá"
Önnu í skefjum og múlbundið langanir hennar og hvatir. Lífs-
fjandsamleg siðalögmál hafa fryst ástarþrá hennar og tilfinning-
ar. Líf hennar hefur verið snautt og ástlaust:
/.../ hvert ár og hver dagur hefur hneppt mig í einhvern líkkistu-þröngan
dofakufl.(215)
I æsku upplifði hún lífsævintýrið um stund í gegnum ástina,
en „svo slokknaði allt eins og stjörnuhrap". Líf hennar huldist
snjóhvítum dauðahjúpi vetrarins og merktist dauðanum. Hún
reyndi að semja sig að aðstæðum sínum — en þetta líf var ekk-
ert líf í raun: „En ,,morphin“-svefn er ekkert líf, og eg elska
lífið“(216). Tilvera hennar var í klakaböndum: morfíndá, lík-
kistulíf, dauði.
Prestlingurinn Bjarni er ímynd vorsins í lífsvetri Önnu; hann
bræðir klakann og leysir tilfinningar hennar úr böndum, boð-
beri nýrrar tíðar. Lífið er hjá henni á nýjan leik:
Og svo komst þú og leystir mig úr dofakuflinum.(216)