Skírnir - 01.01.1983, Page 16
14
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Samfélagsstofnunin leyfir ekki brot sem draga nauðsyn hennar
í efa. Tilfinningar og hvatir einstaklingsins verða að víkja því
skipulagið sjálft er í húfi. Verði þörfunum gefinn laus taumur-
inn munu stofnanir þjóðfélagsins riða til falls: hjónabandið,
stéttaskipanin, kirkjan. Siðgæðið er ekki annað en göfgun þess-
arar sjálfsbjargarviðleitni.
í Vordraumi lýsir Gestur tvítogi mannlegi'ar náttúru og
ómennskrar stofnunar sem ber dauðann í sér. Vígvöllurinn er
sál mannsins sjálfs. Úrslitin vísa honum götuna til gæfu eða glöt-
unar.
Höfundur gerir grein fyrir mannfólki sem slitnað hefur úr
tengslum við sjálft sig — eða, öllu heldur, samfélagið hefur sýkt
„eðlisrætur“ þess. Það lifir ekki eins og því er eðlilegt frá nátt-
úrunnar hendi því fordómar, siðakreddur og félagsvenjur hafa
bælt hvatir þess og tilfinningar. Anna reynir að brjótast út úr
vítahringnum, hverfa til upprunans og vaxa saman við eigin
náttúru á nýjan leik. Brot hennar gegn valdboðinu skiptir lífi
og dauða því það snertir tilvistarrökin sjálf — hátt liennar á
að lifa og finna til. Hún hættir sér út á merkur þaðan sem
engum er afturkvæmt.
Hvar sem borið er niður í lýsingu Önnu er hin náttúrlega
lífsorka undirstrikuð. Hljómleikur hennar er ofsafenginn og
„siðlaus"; kynjatónar þrungnir af lífi sem ekki hefur fengið út-
rás. í leiknum opinberast óleyfilegar og mennskar tilfinningar
sem valdboðinu hefur ekki tekist að vinna bug á. í 3ja kapítula
segir prófastur að „heiðinglegt töframagn" búi í allri hennar
fegurð, innri sem ytri, og Bjarni hugsar eftir líkum leiðum:
Og svo kom fegurð Önnu til, einhver voðaleg fegurð, hræðilega holdleg
og töfrandi. Og þar við bættist líka vorið, heillandi og tryllandi öll skiln-
ingarvit.(231)
Kyntöfrar Önnu greina liana frá „geldu“ umhverfi eins og
andstæða hennar og Bjargar prófastsdóttur leiðir í ljós. Anna
er þrýstin og dökkhærð, fölleit í andliti, augnahárin löng og
dökk, hreyfingarnar mjúkar og kattarlegar. Björg er á hinn bóg-
inn stirðbusaleg í öllu sínu fari og þar á ofan Ijóshærð og blá-
eygð! En hún hefur mikið „notagildi" sem húsmóðurefni auk
þess að vera „lykill" að einu besta brauði landsins.