Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 17

Skírnir - 01.01.1983, Page 17
SKÍRNIR AÐ VERA EÐA EKKI 15 Anna er ímynd alls þess sem siðgæðið skelfist. Hún er „voða- lega“ holdleg, „hræðilega“ töfrandi, heillandi og tryllandi. Lýs- ingin öll undirstrikar hið ástríðufulla og stjórnlausa í andstæðu við skynsemina. Ástin er í eðli sínu félagslega firrt því hún knýr einstakling- ana til að taka sjálfa sig fram yfir „skyldurnar“ gagnvart um- hverfinu. Þeir leggja borgaralegt gildismat fyrir róða og virða kröfur þess að vettugi. Fullnæging tilfinninganna verður þeim eitt og allt. Þetta sjálfhverfa einkenni ástarinnar skapar henni óhjákvæmilega einsemd og ofsókn í skipulögðu samfélagi. Siðgæðið kennir okkur að ástríðan sé haft og elskandinn bandingi eigin hvata. Þetta kemur skýrt fram í viðhorfum prófastsins: „Já, Bjarni minn, eg hef reynt það, hún hefur töfrað mig, gamlan mann- inn, svo, að eg hef beðið hennar.“ „Þér beðið hennar?“ „Já, en guð frelsaði mig.“ „Frelsaði yður?“ „Já, hann lét hana neita mér hreint og beint; hún þvertók fyrir allt og sagði sér gæti aldrei þótt vænt um mig.“(220) Ásthrifning „töfrar" manninn og sviptir hann ráði og rænu að mati prófastsins. í orðum hans reynir samfélagsstofnunin að göfga bælingu og ófrelsi með því að varpa yfir þau blæju sið- gæðis og guðstrúar. Um leið og Anna rís gegn kúgandi siðgæði ögrar hún „karla- veldinu“ — eins og hugleiðingar Bjarna á einum stað leiða glöggt í Ijós: Hvað það var ókvenlegt af Önnu að taka karlmanni svona fljótt, svona alveg skilmálalaust. Hann hafði meira að segja aldrei beðið hennar — það hafði allt gengið I einhverjum óhemjuskap og öllum ástarreglum verið sleppt.(224) í augum prestanna er náttúran af hinu illa — uppspretta synd- ar og glæps. „Hvað það gat verið hættulegt, vorið, fyrir mann- legan breizkleika“(231), hugsar Bjarni. Það tryllir náttúruvess- ana og veikir tök skynseminnar á manneskjunni. Bjarni af- neitar í raun lífinu sjálfu á þeirri forsendu að það sé spillt. Þegar hann tekur á móti Björgu er það með „afskammtaðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.