Skírnir - 01.01.1983, Page 17
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
15
Anna er ímynd alls þess sem siðgæðið skelfist. Hún er „voða-
lega“ holdleg, „hræðilega“ töfrandi, heillandi og tryllandi. Lýs-
ingin öll undirstrikar hið ástríðufulla og stjórnlausa í andstæðu
við skynsemina.
Ástin er í eðli sínu félagslega firrt því hún knýr einstakling-
ana til að taka sjálfa sig fram yfir „skyldurnar“ gagnvart um-
hverfinu. Þeir leggja borgaralegt gildismat fyrir róða og virða
kröfur þess að vettugi. Fullnæging tilfinninganna verður þeim
eitt og allt. Þetta sjálfhverfa einkenni ástarinnar skapar henni
óhjákvæmilega einsemd og ofsókn í skipulögðu samfélagi.
Siðgæðið kennir okkur að ástríðan sé haft og elskandinn
bandingi eigin hvata. Þetta kemur skýrt fram í viðhorfum
prófastsins:
„Já, Bjarni minn, eg hef reynt það, hún hefur töfrað mig, gamlan mann-
inn, svo, að eg hef beðið hennar.“
„Þér beðið hennar?“
„Já, en guð frelsaði mig.“
„Frelsaði yður?“
„Já, hann lét hana neita mér hreint og beint; hún þvertók fyrir allt og
sagði sér gæti aldrei þótt vænt um mig.“(220)
Ásthrifning „töfrar" manninn og sviptir hann ráði og rænu að
mati prófastsins. í orðum hans reynir samfélagsstofnunin að
göfga bælingu og ófrelsi með því að varpa yfir þau blæju sið-
gæðis og guðstrúar.
Um leið og Anna rís gegn kúgandi siðgæði ögrar hún „karla-
veldinu“ — eins og hugleiðingar Bjarna á einum stað leiða glöggt
í Ijós:
Hvað það var ókvenlegt af Önnu að taka karlmanni svona fljótt, svona
alveg skilmálalaust. Hann hafði meira að segja aldrei beðið hennar — það
hafði allt gengið I einhverjum óhemjuskap og öllum ástarreglum verið
sleppt.(224)
í augum prestanna er náttúran af hinu illa — uppspretta synd-
ar og glæps. „Hvað það gat verið hættulegt, vorið, fyrir mann-
legan breizkleika“(231), hugsar Bjarni. Það tryllir náttúruvess-
ana og veikir tök skynseminnar á manneskjunni. Bjarni af-
neitar í raun lífinu sjálfu á þeirri forsendu að það sé spillt.
Þegar hann tekur á móti Björgu er það með „afskammtaðri