Skírnir - 01.01.1983, Page 19
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
17
Anna gengur í berhögg við samfélagslegt umhverfi sitt sem
dæmt hafði hana til hægfara dauða; hún gefur náttúrlegum eðl-
ishvötum sínum lausan tauminn og reynir að endurheimta lífið.
En viðleitni hennar er árangurslaus því draumurinn getur ekki
breytt veruleika hennar — og hún fellur aftur í gamla farið.
Lífsfirringaröflin eru of máttug; einstaklingurinn fær ekki rönd
við reist ofurvaldi samfélagslegra hefða. Hann getur ekki skapað
líf sitt á eigin forsendum — dæmdur haugbúi í lifandi lífi.
Einsog getið er um að framan (1.1) liggur söguleg sýn við-
horfum Gests til grundvallar. Vensl náttúru og samfélags eru
með öðrum hætti en afstæður lífs og dauða. Fyrri mótsögnin
virðist sættanleg að hans dómi en sú síðari er ósættanleg. Sögu-
sýn Gests er tviþætt. I fyrsta lagi trúir hann á framtíð siðmenn-
ingarinnar einsog fyrirlestrar hans bera ótvírætt vitni um. í
Mentunarástandinu á íslandi segir hann meðal annars:
/-----/ eitt er það, sem vér allir trúum á, ef vér annars hugsum, og það
er, að til séu eilífar hugsjónir til að lýsa og friða mannkynið, og að öll
sönn mann-ánægja sé að lifa í þeim og fyrir þær, og það getur hver maður
að einhverju leyti og á einhvern hátt, af því að í hverju einasta mannsbrjósti
er fólginn einhver neisti af alheims-ljósinu.(429)
Það sem greinir manninn frá dýrum er, að dómi Gests, „brenn-
andi þrá eftir ljósi til að ráða gátur síns lífs“(429), óslökkvandi
þorsti eftir sannleika og göfgi. Lífið er engin skemmtiferð held-
ur nauðug ganga sem hefst í vöggu og endar í gröf; það eitt veit
maðurinn fyrir víst að hann mun einn góðan veðurdag hrapa
fyrir ókunn björg. En þrátt fyrir það býr mannlífið yfir óend-
anlegu ljósi sem einstaklingsdauðinn fær ekki eytt. Þetta „ljós“
gerir samruna einstaklings og samfélags mögulegan í fyllingu
tímans.
í öðru lagi álítur Gestur að menn séu mótaðir af umhverfi
sínu, vilji þeirra bundinn félagslegum aðstæðum. Sögur á borð
við Kœrleiksheimilið og Tilhugalíf eru afsprengi slíkra hug-
mynda en Vordraumur virðist nokkuð óráðnari hvað þetta
varðar. Þegar grannt er lesið býður lesanda í grun að hugtak
„samfélags" hafi klofnað í sögulegt ástand annars vegar og menn-
ingu hins vegar. Að ný þversögn sé komin til sögu á milli menn-
2