Skírnir - 01.01.1983, Page 20
18
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
ingarinnar sem slíkrar og náttúrunnar. „Eðli“ náttúrunnar
kristallast þá í persónuleika konunnar, Önnu: stjórnleysi og
frelsi, tryllingur og frjósemi; en „eðli“ menningarinnar á hinn
bóginn í mynd karlpersóna: regla og helsi, lífleysi. Þessi þver-
sögn kann að vera ómeðvituð höfundi og dylst í textanum. Hún
gefur til kynna að samhengisleysi eða sundrung búi í sjálfri
formgerðinni svo leiða má rök að því að sagan sé ónóg eigin
forsendum. Segir Gestur ef til vill annað en það hann vildi
sagt hafa í Vordraumi? Nánar verður vikið að þessu athugunar-
efni síðar í ritgerðinni.
1.7
Enn hefur ekki verið gerð nægileg grein fyrir þeim gildum
sem tengjast merkingargrunni Vordraums. Þau eru einkum fólg-
in í eftirfarandi andstæðum: ást, frelsi og sannleikur eru fylgi-
nautar náttúru: lífs, en ástleysi, kúgun og lygi einkenna sam-
félag: dauða.
í sögum Gests fylgja ást og frelsi sannkölluðu lífi. Ástlaus
maður er liálfur maður í hans augum, klakabundinn og „geld-
ur“. Lífsvilji Önnu birtist fyrst og fremst í ástarþrá, löngun til
að elska og vera elskuð. Líta má á Vordraum sem „neikvæða
ástarsögu". Hún lýsir ástarsambandi sem stangast á við ástlaust
umhverfi, einstaklingi í leit að frelsi í ófrjálsu samfélagi.
En Anna er ekki einvörðungu tilfinningaríkt náttúrubam í
uppreisn gegn ónáttúrlegu umhverfi. Jafnframt er hún „há-
mentuð og frjálslynd hefðarkona“ (Brandes),6 málsvari frjórra
hugmynda og frjálsrar hugsunar. Síðast en ekki síst er hún mál-
svari „sannleikans" í samfélagi sem er gegnumrotið af óheilind-
um og skinhelgi. Samband hennar við Bjarna er ekki aðeins til-
finningalegs eðlis heldur og vitsmunalegs. Hún þráir samruna
þeirra í holdi og hugsjón — framsókn til frelsis og framfara.
Þjóðmálaviðhorf hennar koma glöggt fram í tilvitnuninni að
neðan:
/-----/ fyrst af öllu þyrfti að breyta hugsunarhætti manna, kenna þeim að
dæma fordómalaust og að hræsna ekki fyrir sjálfum sér eða réttlæta fyrir
sér öll rangindi og ósannindi.(216)