Skírnir - 01.01.1983, Page 21
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
19
Þessi sannleiksþrá fullnast ekki í Vordraumi því samfélag
sögunnar er reist á lygi; lífsfirrt og ónáttúrleg siðmenning hefur
gert óheilindi að eðlilegu og nauðsynlegu lífsmunstri.
Lygin birtist með tvennum hætti í sögunni: meðvituðum
ósannindum og sjálfsblekkingu. Þórður prófastur er valdamað-
ur sem blekkir en Bjarni er ístöðulítill heigull sem lætur blekkj-
ast. Hin víðfræga kaldhæðni sögunnar birtist ekki síst í lýs-
ingu þessara persóna. Klifað er á mótsögn orða og gerða í
lífi prófasts. Hann er meðvitaður í tvöfeldni sinni, harðdrægur
þrjótur undir sléttu og felldu yfirborði. Bjarni er á hinn bóg-
inn fórnarlamb sjálfsblekkingar sem lýgur sjálfan sig dauðan
með því að göfga lágkúru sína. Hvor með sínum hætti eru guðs-
mennirnir fulltrúar hins móralska og trúarlega tvískinnungs
sem gegnsýrir samfélagið.
1.8
Persónugerðir Vordraums voru nýmæli í íslenskum bókmennt-
um á sinni tíð og fróðlegt að kanna lítillega þá hefð sem þær
risu úr.
Öskubuska er frummynd kvenlýsingar sem löngum hefur loð-
að við skáldsöguna. Kvenhetjur sóru sig að jafnaði í ætt við
hana: hreinar, saklausar, fagrar og örbirgar yngismeyjar sem að
afstöðnum margháttuðum erfiðleikum gefast efnuðum yfirstétt-
arkörlum og hljóta tignan sess í samfélaginu. í upphafi eru
þær einstæðar og snauðar, oft fyrirlitnar af umhverfi sínu. í
lokin eru þær vel giftar, ríkar og virðulegar. Þrátt fyrir þessa
félagslegu ummyndun geyma þær þó ævinlega kvenkosti sína,
fríðar og blíðar, ekki aðeins yndisþokkann heldur og göfgina,
dyggðina, kærleikann og auðmýktina. Hins vegar öðlast þær
reynslu og þroska sem ekki voru fyrir hendi í upphafi.
Kvengerð þessi opinberast í bókmenntum okkar á 19du öld,
svo sem Pilti og stúlku (1850) og Manni og konu (1876) eftir
Jón Tlioroddsen. Hins vegar brýtur Gestur Pálsson í bága
við hana, gleggst í Vordraumi. Að vísu er ein af fyrstu sög-
um hans, Kcerleiksheimilið (1882), nokkuð svipuð skáldsög-
um Jóns hvað kvenlýsinguna snertir, en þó er þar engin róm-