Skírnir - 01.01.1983, Page 24
22
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
nýstárlegs forms og frumlegrar persónusköpunar. Þessi þroska-
saga Álfs frá Vindhæli lýsir manni í brotum og heimi í molum;
hún gefur góða innsýn í vanda tímans og þá baráttu sem menn
háðu — og heyja enn — við sjálfa sig og tilveruna. Aðrar sögur
í Fornum ástum hafa fallið í skuggann fyrir Hel, en þær eru
ekki síður merkilegt rannsóknarefni, sérstaklega Lognöldur.
II.2
Lýsingin á gítarspili Önnu í Vordraumi á sér hliðstæðu í
Lognöldum Sigurðar Nordals. Píanóleikur snillingsins unga,
Einars, er á svipaðan hátt hömlulaus sköpun, mögnuð ýtrustu
andstæðum:
Og alt endaði í tryltum dansi, sem allir urðu að taka þátt í, skipbrotsmenn
og hafgúur, nauðugir og viljugir, dansi lífs og dauða.(45)
Listsköpunin opinberar í báðum tilvikum tilverumöguleika
sem fólk hefur afneitað og reynt að gleyma; hún dregur upp á
yfirborðið taumlausar ástríður og hóflausar tilfinningar, leiðir
í Ijós röklausan veruleika í djúpum mannssálarinnar. Hún er
með öðrum orðum demónísk neitun skynsemi og reglu. í báðum
sögunum bregst fólk ókvæða við listinni því hún ógnar sjálfs-
öryggi þess og varpar nýju og framandi ljósi á tilveruna; hún
gerir hversdagslífið að fjarstæðu og sjálfsagða hluti óskiljan-
lega. — En menn hafa „logið sig dauða“ og kæra sig ekki um að
vakna aftur til lífsins. Fjötur venju og hefðar veitir öryggi
gleymskunnar; skortur á sjálfsvitund heldur angist og einsemd
í skefjum. Agnar læknir lýsir þessu svo:
Hann vissi ekkert hvað hann var að gera, að hann var að knýja á hurðir,
sem aldrei hafa verið opnaðar, eða eru þá fyrir löngu ryðgaðar í lás. Hvað
átti hann að vera að minna okkur á undirdjúp og myrkviði sálarinnar, að
lífið er ekki alt pólitík og peningar?(47)
Listsköpunin er uppreisn gegn þeirri gildisbundnu veröld sem
skapast hefur með kynslóðunum.
Píanóleikur Einars er kjarnaatvik Lognaldna. Hann hrindir af
stað uppgjöri tveggja manneskja við líf sitt og knýr þær til að