Skírnir - 01.01.1983, Page 25
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
23
kryfja lífsháttu sína. Þær vakna til vitundar um að líf þeirra er
ósatt, að þær hafa glatað sjálfum sér og gleymt boðorðinu:
Vertu manneskja og nýttu möguleika þína! Nályktina leggur fyr-
ir vit þeirra i svip; eina kvöldstund blasir við þeim „sannleikur-
inn“ um lífið.
Margir vakna miðaldra við vondan draum og uppgötva að
þeir hafa flotið sofandi að feigðarósi og forsmáð möguleikana
sem buðust. Þeir hafa „sofið“ í hlutverki kennarans, mak-
ans, frímerkjasafnarans; látið daglega önn villa sér sýn, horft
aðgerðalausir á lífið líða hjá, vanrækt sjálfa sig, ekki verið
þeir sjálfir. Sigurður Nordal er ekki einn um að lýsa slíkri
reynslu. Nefna má Réttarhöldin eftir Kafka og Fallið eftir
Camus sem dæmi um fræg verk af svipuðu tagi. íslenskar bók-
menntir hafa sömuleiðis ekki farið varhluta af fyrirbærinu. Næg-
ir að minna á Söltnuð Jóhanns Jónssonar eða þá ljóð Jóns
Helgasonar:
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið.8
Sjálfsafhjúpunin leiðir oft til tragísks uppgjörs; menn fyllast
óbærilegum lífsleiða og sálga jafnvel sjálfum sér. Aðrir snúa
við blaðinu, breyta um lífsstíl og stefna á ný mið, kjósa sér jafn-
vel „eirðarlaust líf víkingsins" í von um að finna hamingju-
steininn. Yfirleitt mistekst þessi viðgerð þeirra á lífi sínu —
því lífsfylling á upptök sín í sjálfsskoðun og tilfinningu en ekki
ytri aðstæðum.
En uppljóstrun veldur ekki alltaf sinnaskiptum; oftar en ekki
falla menn í gamla farið og velja kostinn sem auðveldastur er:
að gleyma sjálfum sér og vaxa saman við umhverfið að nýju.
Slík er framvindan í Lognöldum.
Sagan gerist að kvöldlagi að aflokinni veislu góðborgara í
Reykjavík og deilist í tvo hluta. í þeim fyrri fylgir lesandinn
hugrenningum Þórdísar kaupmannsfrúar en í hinum síðari er
hugleiðingum Agnars taugalæknis lýst. Báðir þræðirnir eiga upp-
tök sín í kjarnaatvikinu en fléttast auk þess saman á ýmsa vegu.