Skírnir - 01.01.1983, Side 26
24
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
II.3
Agnar taugalæknir er virtur borgari í höfuðstaðnum. Hann
er stakur reglumaður í öllu sínu líferni og lifir með hófsemina
að leiðarljósi. Lífsstíll hans er fólginn í háttbundinni endur-
tekningu, þar sem hver dagurinn rekur annan án frávika. Lífs-
regla hans er: að telja engan sælan fyrr en hann hefur lokið lífi
sínu án þess að bíða nokkurt böl!
Píanóleikur Einars raskar ró Agnars og veitir liðinni tíð inní
vitund hans, heimtar reikningsskil: Er nokkur sælli þótt hann
þoli enga sorg, ekkert böl? Er stríðið kannski lífið sjálft?
Ánauð kalla ég vanmátt mannsins til að stjórna tilfinningum
sínum eða halda þeim í skefjum, því að sá sem er á valdi tilfinn-
inga sinna er ekki sjálfum sér ráðandi, kvað heimspekingurinn
Spinoza hafa sagt. En hvað er „sjálfið" í raun og veru? Kemst
maðurinn nær sjálfum sér með því að setja lögbann á tilfinn-
ingar sínar í nafni rökvitsins? Eða afneitar hann ef til vill sjálf-
um sér með því móti? Svar Sigurðar Nordals er ótvírætt.
Á námsárum Agnars í Höfn hafði lífsstíll hans verið frábrugð-
inn því sem síðar varð. Þá reyndi hann að lifa sem mest, faðma
hið óvænta og þurrausa augnablikið, nýta til fulls hvern þann
möguleika sem tilveran bauð. Þá skipuðu ástríðan, andagiftin og
skáldskapurinn öndvegi í huga hans. Markmiðið var að skapa
tilveru fyrir utan lög og hefð, höggva á hlekki hins hversdags-
lega og endurtekna, lifa í hinu óvænta, löglausa og sérstæða.
Hann vildi „nema ný lönd í ljósaskiftum meðvitundarinnar,
finna nýjar sorgir og nýjar syndir, þar sem ríki nautna og gleði
slepti“ og „gera fáránlegustu drauma að lifandi veruleika“(50).
Lífið átti að vera list, sífelld tilurð og sköpun. Þeir félagarnir
höfðu slitið af sér höft trúar og siðferðis, afneitað takmörkun-
inni, þanið út svið vitundarinnar og stefnt út fyrir mannlegan
reynsluheim. Þeir slepptu tilfinningum sínum og ímyndunum
lausum, ruddust áfram í óseðjandi lífslyst. Hver dagur var opin-
berun, hver andrá fól í sér nýstárlega reynslu.
En — á þessum reynsluríku dögum hafði „kveikur lífsins logað
og blossað langt fram yfir efni“(64). Spennan reyndist Agnari um
megn. Hann gat ekki lifað „súrrealísku" lífi til lengdar án þess
að sprengja sig og varð að snúa við blaðinu, eins og Rimbaud,