Skírnir - 01.01.1983, Side 27
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
25
vildi hann lífi halda: „Hann skildi, að rithöfundarbrautin, sem
hann hafði dreymt um að ganga, leiddi hann að eins til líkam-
legrar og andlegrar glötunar.“(57) En hverskonar „líf“ var í boði
—■ án sköpunar, listar, ástríðu? Ranghverfa sjálfs sín, dauði?
Líf í sköpun þýðir orkueyðslu sem hlýtur að taka enda, því
að manneskjan hefur ekki óþrjótandi uppsprettulindir að ausa
af. Hér á þversögnin upptök sín: Sköpunarandráin ein er sann-
kallað líf því hún er hreyfing, afneitun á dauðanum. En jafn-
framt er hún líflát, athöfn til dauða. Hún er neikvæð í jákvæði
sínu, ósigur í sigri.
A taugahæli safnar Agnar kröftum til að geta lifað áfram.
Hann gjörbreytir um lífsstíl og tekur gríska hóflyndið sér
til fyrirmyndar, lærir að fjötra ástríðurnar og halda tilfinning-
um sínum í skefjum; „fáránlegum draumum" er sökkt í djúpin
þaðan sem þeir risu og jafnvœgið gert að takmarki lífsins. Jafn-
framt sundurlimar hann ást sína til Þórdísar, aflífar tilfinning-
una með kaldri íhugun. Skynseminni er beitt til að slökkva bál
kenndanna. — Og Agnar verður „heilbrigður", bóheminn breyt-
ist með tímanum í rótgróinn smáborgara, skaparinn í litlausan
smásagnahöfund.
Píanóleikur Einars kveikir í gömlum glæðum og Agnar vakn-
ar sem af vondum draumi. Það rennur upp fyrir honum að hann
hefur vængstýft sjálfan sig, að hælisvistin og lækningin bjuggu
honum ekki lif heldur „grafarvist“. Hann hefur drepið sál sína
í dróma og getur ekki lengur fundið til. Innra með sér skynjar
hann tómleika en engan sársauka, dofa en engan sviða; liann
er „slokknuð stjarna“:
Mánans frostkalda
fölva sigð
hefur saxað hjarta mitt
í hundrað parta,
og ég fann dofa í sárunum
en engan sviða.(67)
Agnar sér líf sitt speglast í örlögum Einars sem staddur er á
sömu krossgötum og hann sjálfur fyrrum. En nú er Agnar í hlut-
verki læknisins og spurningar sækja á hug hans: „Því ekki að
lofa honum að spila sig í hel á fáum mánuðum, lifa út, brenna