Skírnir - 01.01.1983, Page 34
32
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Persónan hefur klofnað. Menn vita ógrynnin öll, sem aldrei verður lifandi
þáttur í breytni þeirra. Hugsunin fer sínar leiðir, leikur sér í ábyrgðarleysi
að háleitum hugsjónum og skaðvænum skoðunum, hverjum innan um aðr-
ar. Það er ekki furða, þótt menn geti orðið áttavilltir og viti ekki upp né
niður í sjálfum sér.io
Álfur frá Vindhæli í Hel er maður nýs tíma og gerir sér grein
fyrir að lífið býr ekki yfir neinu rökbundnu samhengi, að mann-
eskjan er ávallt á leið inní ófyrirsjáanlega framtíð. Hann horf-
ist í augu við öngþveitið og reynir að laga líf sitt að því, vera til
í möguleikanum og frelsinu: „Ég kaus mér eirðarlaust líf vík-
ingsins“(141). En Álfur kollsiglir sig því hann ofmetur möguleika
sína og gleymir hinni tilvistarlegu takmörkun: liann guðgerir
frelsið.
Tilvitnunin að neðan lýsir vel afstöðu Álfs:
Ég leita gæfunnar, og ég finn hana þegar ég missi hennar, því sjálf leitin
er gæfan. /. . ./ Gæfan er ekki ein, heldur í ótai brotum, og gæfan er að eiga
kost á öllum þessum brotum.(lOö)
Hamingja mannsins er fólgin í möguleikum hans — að hann
er óbundinn og frjáls til að kanna allar leiðir. Lífið er leitin
sjálf, valkosturinn, framtíðin.
I tilvitnuninni að ofan birtist glöggt módern tilfinning fyrir
brotakenndri, samræmislausri og sundraðri tilveru þar sem lífið
er spurn og óvissa. Höllin er hrunin og sérhver einstaklingur
verður að skapa heiminn að nýju fyrir sjálfan sig. Jafnframt
sýnir hún óraunsæja lífstrú: þó að möguleikarnir séu legíó
standa þeir manninum ekki allir til boða. Auk þess er liann
sjálfur brotakenndur og verður að mæta tilverunni sem slíkur.
Getan stangast á við óskina.
Álfur reynir að „hertaka hamingjuna" með því að safna lífs-
reynslu og áttar sig ekki á að hann er í því einu frábrugðinn
meðalmönnum að hann skiptir örar um hlutverk en þeir. En
hlutverk — hversu mörg sem þau eru — hljóta að skerða frelsi
manneskjunnar því þau útiloka aðra möguleika. Hin altæka
reynsla er ekki annað en draumsjón. Álfur vill vera til fulls
í síbreytilegri mynd og reynir að sanna sig í öðru og nýju enda-