Skírnir - 01.01.1983, Page 41
SKÍRNIR
ÓRESTEIA Á ÍSLANDI
39
legum rökum og telst því augljóslega til þeirra manna sem við
getum bendlað við karlrembu.
Það er hætt við að mönnum verði einkum starsýnt á það sem
við getum kallað aldamótamennsku og karlrembusjónarmið hjá
Æskýlosi, en rétt er þó að hafa í liuga að þar er ekki um að ræða
hugsjónir sem liann slær fram upp úr þurru, heldur er hann að
lýsa orðnurn hlut, og þungamiðjan liggur í Óresteiu á hinni
sögulegu þróun er verður fram að þessu marki sem þegar er náð.
Föðurræðið er aðeins einn þáttur af mörgum í því réttarríki sem
sprettur upp af þessari þróun og þar sem lilutlæg skynsemi,
birta, sáttfýsi og rökvísi eiga að ríkja og valdinu er dreift meðal
frjálsborinna karlmanna í beinu lýðræði Aþeninga. Takmark-
anir og innri mótsagnir þessa skipulags áttu betur eftir að koma
í ljós meðal þeirra kynslóða sem komu á eftir Æskýlosi, en allt
um það er þó tilkoma þess í Aþenu sá áfangi sögulegrar þróun-
ar sem mestum aldahvörfum hefur valdið og öll réttarríki síð-
ari tíma eru grundvölluð á, og það má vera að Óresteia komi
ekki erindisleysu hingað, ef hún minnir okkur á slíka hluti.
En það sem skiptir hér meginmáli og einkennir Óresteiu er sem-
sagt hin sögulega vídd og hið sögulega samhengi, sem hlutirnir
eru séðir í, og það svo mjög að mönnum getur orðið hugsað til
söguspekinga seinni tíma svo sem Hegels. Gagnstætt því sem oft
er haldið fram um Grikki, að söguskoðun þeirra hafi verið
„hringlaga", þá ríkir í verkinu trú á sögulega framvindu og
framþróun sem er að nokkru leyti sótt til fornra goðsagna þar
sem liermir frá því hvernig þrjár kynslóðir himinguða, þeir
Úranos, Krónos og Seifur ríkja hver af öðrum og Seifur loks
til frambúðar, eftir að hinum hefur verið steypt af stóli. Til
þessarar sögu er raunar vísað í inngönguljóði fyrsta leikritsins
þar sem hinum tveim fyrri er lýst sem ofstopafullum og hroka-
fullum en hinn þriðji, Seifur, nefndur sá er „laðar á vizkunnar
veg“ og sendir mönnum „náð“ (kharis; Ag. 176—184).
Ríki þessara þriggja kynslóða í goðheimum endurspeglast í
þeim þrem kynslóðum niðja Tantalosar sem koma við sögu í
Óresteiu, þeim Atreifi, Agamemnon og Órestesi, þar sem hinn
síðasti verður einnig einhvers konar lausnari eða eins og segir í
lok miðleiksins: