Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 43
SKÍRNIR
ÓRESTEIA Á ÍSLANDI
41
gegnir því óljúfa skylduboði að refsa eigin móður og taka á sig
þá iðrun er því fylgir. Jafnframt því að vera föðurhefnd boðar
vígið einnig uppreisn gegn harðstjórn og hefur þannig einnig
þjóðfélagslega skírskotun.
Á skáldlegan og myndrænan hátt birtist einnig þetta sögulega
ferli, allt frá upphafsorðum varðmannsins á hallarþakinu þar
sem hann biður guðina um lausn úr nauðum og verður þá um
leið fulltrúi þjáðs mannkyns sem óskar eftir breytingum á sín-
um högum. í andstæðunni milli reglubundinnar rásar himin-
tunglanna, sem hann talar um að „fölni á brott“ og „Ijómi á
ný“, og Ijósteiknsins er tendrast í myrkrinu og ber sigurfregn
frá Trójuborg, sjáum við fyrir okkur í ytri mynd þessa von
kvikna og í framvindu leiksins er sem sól þjóðhöfðingjans, sem
snýr aftur heim, fari hægt rísandi og ætli að hrekja burt þá
skugga kvíða og óvissu er á móti sækja. En eftir því sem öllum
hulum er jafnt og þétt svipt af fortíðinni í söngvum kórsins,
vitrunum Kassöndru og uppljóstrunum Ægisþosar birtist marg-
þætt sekt Agamemnons sem Atreifsniðja, dótturbana, borgar-
brjóts og frömuðar mannskæðs ófriðar með sívaxandi þunga.
Sú sekt hlýtur samkvæmt þeim lögmálum er ríkja í verkinu að
leiða til falls hans, og sú sól sem rís er hefndarsól þeirra Klý-
tæmnestru og Ægisþosar sem segir:
Ó, heill þér, bjarti dýrðardagur endurgjalds!
En sól þessa dýrðardags er falssól og því geta þernurnar í kór
næsta leikrits tekið sér í munn orðin:
Myrkur, sem aldrei er yljað a£ sól
og öllum blöskrar, um húsið flæðir.
Þessu myrkri verður að létta, svo hamingjudagur renni, en það
gerist ekki fyrr en ljósguðinn Apollon er kominn til sögu og
mál hafa skipazt þannig að Aþeningar geta tendrað blys sín og
haldið í skrúðgöngu og beint þessum orðum til Refsinornanna,
barna blakkrar Nætur:
Komið á land vort, og færið oss blessun og frama,
farnaðar-dísir, í glöðum blysanna ljómal