Skírnir - 01.01.1983, Page 47
SKÍRNIR
ÓRESTEIA Á ÍSLANDI
45
í þessum tilfærðu línum lýsingu á því hvernig sá sem verður
þessari blindu að bráð lrlýtur að beita fortölulistinni til að rétt-
læta breytni sína og „ljúga sjálfan sig fullan".
Einhverjum kynni og að leika forvitni á að vita að hve miklu
leyti þessi íslenzka þýðing nær þeim sérstaka stílblæ sem frum-
textinn hefur, en þá er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir
því hvað einkennir stíl og orðfæri Æskýlosar. Þessum stíl hafa
löngum þótt hæfa orð eins og mikilfenglegur, hátignarlegur,
virðulegur eða, ef menn vilja heldur neikvæðari orð, þunglama-
legur og „barokk“, og í fornöld var notað um Æskýlos orðið
„grandiloquens“. Drýgstan þátt í þessum einkennum á sú til-
hneiging hans að smíða samsett lýsingarorð og beita þeim
óspart sem einkunnum (epiþeta), einkum í kórljóðum sínum.
Æskýlos fylgir hér raunar gamalli liefð sagnaskáldskapar sem
er einnig ríkjandi í Hómerskviðum en gengur það langt fram í
þessu að menn hentu síðar meir gaman að, og þegar Aristófanes
skopstældi stíl hans í leikritinu Froskunum þá gerði hann það
m.a. með því að fylla út eina línu með tveim orðum eins og
„aperilaletos“ og „kompofakelorremon“, sem mundu merkja
eitthvað í líkingu við „óstöðvandi í orðaflaumi" og „skrúðvand-
armáll". í íslenzku þýðingunni hefði Aristófanes mátt leita log-
andi Ijósi án þess að finna nokkuð í líkingu við slíkar samsetn-
ingar, en þó ganga einstaka lýsingarorðssamsetningar nokkuð í
þessa átt svo sem „þúsundfleyjaður", „gestum-mildur“, „myrkur-
rauð“ eða nafnorð eins og „hræsnis-hryggð“, „dreyra-dögg“, „hat-
urs-hjúskapur“, „hjóna-viðbjóður“ o.s.frv. Yfirleitt má því segja
að léttari og látlausari blær sé yfir þýðingunni en frumtextan-
um, en það hefur auðvitað ekki spillt neitt fyrir því að leikhús-
gestir nytu verksins.
Eitt af því sem vert er að hafa í huga í sambandi við allar
þýðingar bundins máls af forngrísku á íslenzku og raunar öll
önnur nýrri mál er sá mismunur á sjálfum grundvelli binding-
ar málsins að í grískunni fer hún eftir lengd atkvæða en ekki
áherzlum eins og hjá okkur. Við það verður hinn gríski texti
tengdari tónlist en þýðing hans getur nokkurn tíma orðið, jafn-
vel þótt hún sé á íslenzku stuðlamáli, og gildir það sér í lagi
um kórljóðin þar sem hrynjandin er margbreytileg og ætluð til