Skírnir - 01.01.1983, Page 48
SKÍRNIR
46 KRISTJÁN ÁRNASON
söngs. í samtalsþáttunum eru hættirnir einfaldari eins og vera
ber og nær mæltu máli, og galdurinn við að þýða þá þarf ekki
endilega að felast í því að gera allt nógu slétt og fellt og hnökra-
laust heldur og að ná ýmsum blæbrigðum með ójafnri eða
óreglulegri notkun hins bundna máls, og þannig orkar það t.d.
hressandi að heyra línu eins og þessa:
Ég sagði Tróju í höndum Hellena. Skilst það?
því það tjáir einmitt vel óþolinmæði og hranaleika Klýtæmn-
estru gagnvart kórnum hve mjög hrynjandin er brotin upp í
síðari hluta línunnar. Þýðing kórsöngva í grískum sjónleikum
hefur hins vegar sérstök vandamál í för með sér fyrir þýðand-
ann sem gefa tilefni til samstarfs hans við aðra aðila, þar sem
þeir tengjast öðrum þáttum, nefnilega tónlist og dansi, eins
og kemur raunar fram í því að við tölum um „kórsöngva" og
að orðið „kór“ eða „khoros“ skuli upphaflega dregið af sögn-
inni að „dansa“ (khorevo). í íslenzku þýðingunni er farið frjáls-
lega með hætti frumtextans og það raunar á þann veg að þeir
eru einfaldaðir og miðaðir við að vera talaðir en ekki sungnir
í flutningi. Því er ekki að neita, að þótt hér sé í sjálfu sér prýði-
leg ljóðlist á ferðinni, þá verða sum hinna geysilöngu kórljóða
Æskýlosar býsna þulukennd í þannig mynd (og raunar prentuð
í þuluformi). Á það einkum við um hið mikla inngönguljóð
að fyrsta leikritinu sem skiptist ekki einungis á frummálinu
niður í skýrt afmörkuð erindi heldur að efni til í þrjá megin-
hluta þar sem bænin til Seifs er í miðju og sérstök að blæ og
hrynjandi. Inngönguljóðið er eins konar leikur innan leiksins
þar sem lýst er byrleysi Trójufara í Ális og fórn Ífígeneiu á
mjög svo leikrænan og áhrifamikinn hátt, og hefði mátt gera
meira til að fylgja því sem þar er hermt frá eftir með hreyfing-
um og hljómfalli, og slíkt hefði raunar mátt gera einnig annars
staðar.
Um hinn myndræna þátt sjónleiksins verður hins vegar vart
með sanngirni sagt að þar hafi möguleikar verið vannýttir, og
voru í þessari sýningu atriði og uppstillingar sem glöddu augað
og hljóta að verða mönnum minnisstæðar til langframa sem
„tableaux“ af glæsilegia tagi. En það er ekki þar með sagt að