Skírnir - 01.01.1983, Side 51
SKÍRNIR
KVEÐIÐ UM ÓLAF HELGA
49
nægja til að tryggja honurn sess sem fremstum nafnkenndra
lausamálshöfunda að fornu. Og raunar hefur sá nútímahöfund-
ur íslenskur, sem einn verðskuldar að vera nefndur í sömu andrá
og Snorri, tekið Ólaf til meðferðar á ný, þótt nokkuð sé mynd
hans í Gerplu frábrugðin þeirri sem Snorri dró, svo að ekki sé
minnst á þann Ólaf sem birtist í helgikvæðum.
Skáldskapur um Ólaf Haraldsson — digra eða helga eftir at-
vikum — milli Geisla og Gerplu er e. t. v. ekki nema e. k. sviga-
grein í þessari sögu. Eigi að síður er hann merkilegt tákn síns
tíma, birtir okkur viðhorf höfunda og samtímamanna til lífsins
og skáldskaparins. A síðmiðöldum komu fram ýmsar merkar
nýjungar í íslenskum skáldskap, s. s. rímur, helgikvæði undir
rímuðum sönghæfum háttum og sagnadansar. Svo vill til að
elsta ríma, sem fest var á bókfell, er Ólafs ríma Haraldssonar,
þ. e. a. s. hún er varðveitt í miklu eldra handriti en nokkur önn-
ur ríma; þá er annar tveggja sagnadansa sem fyrst voru skráðir
svo að vitað sé Óláfs vísur, sem voru til skrifaðar þegar fyrir
miðja 17. öld, þótt sú uppskrift sé nú aðeins varðveitt í eftirriti
Árna Magnússonar. Fjögur helgikvæði undir rímuðum háttum
um Ólaf hafa varðveist.2 Eitt þeirra er að finna í Bergsbók,
handriti sem ætla má að sé skrifað um 1400, en þetta kvæði mun
þó vera síðar skrifað, þannig að ekki er hægt að halda því fram
að rímuð helgikvæði um Ólaf séu eldri en önnur með því
sniði.3 Þótt sagnadansinn um Ólaf sé ekki skráður fyrr en eftir
1600 er full ástæða til að ætla að hann sé nokkru eldri og geti
talist frá því fyrir siðaskipti, en ég hef fjallað um það annars
staðar og skal ekki fjölyrða um það hér.4
Talsvert hefur verið skrifað um þær bókmenntagreinar, sem
ég nefndi meðal lielstu nýjunga í kveðslcap síðmiðalda, hverja
í sínu lagi, þótt enn sé þar margt óunnið.5 En skýrasta mynd af
sérkennum þeirra ætti að mega sjá með því að bera þær saman.
Samanburður ætti að geta leitt í ljós, ekki aðeins listræn eða
bókmenntaleg sérkenni, heldur einnig mismun á hugmyndum
og afstöðu til yrkisefna, og gefa tilefni til hugleiðinga um ólíka
þýðingu þessara greina fyrir upphaflega viðtakendur. Verkefn-
inu verða auðvitað ekki gerð viðhlítandi skil í einni tímarits-
grein og er því sjálfsagt að taka niðurstöðum mínum hér með
4