Skírnir - 01.01.1983, Page 52
50
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
fyrirvara. Mig langar þó til að grípa á efninu með því að taka
til samanburðar eitt rímuðu helgikvæðanna um Ólaf, Óláfs vis-
ur IV, Ólafs rimu Haraldssonar og sagnadansinn Óláfs visur.
Kvæðin ættu að liggja vel við höggi í því skyni þar sem þau
fjalla öll um sömu persónu og unnið er úr þekktum lieimildum.
II
Óláfs vísur IV eru í handriti frá síðari hluta 17. aldar eignaðar
Gunna Hallssyni Hólaskáldi, sem mun hafa verið uppi 1455—
1545. Þetta er vitaskuld öldungis óvíst, en Jón Helgason bendir
þó á röksemd sem styður þessa feðrun kvæðisins.0 Svo mikið
er víst að Gunni hefur verið þekkt skáld á sínum tíma, eins og
fram kemur í skáldavísu Jóns Arasonar, en hann segir:
Gunni get eg að sönnu
greiðorðr sé fyrir norðan.T
Ef Gunni er höfundurinn hefur hann ort kvæðið innan við miðj-
an aldur, því að elsta handritið er talið frá því um 1500.
Óláfs vísur IV eru 1S erindi undir mikið rímuðum bragar-
hætti, eins og fyrsta erindið sýnir:
Herra kong Ólaf, hjálpari Noregs landa,
þér kom til handa með helgum anda
eilíf náð fyrir Iesúm Krist.
Heiðurinn þinn mun um heiminn norður standa,
komt oss báði úr kvölum og vanda,
kenndir trú með kraft og list.
Musteri klén þú vígðir væn,
villa brotin og myskunn sén.
Þú fékkt þar lén af guði í gen,
herradæmi og himnavist.8
Þegar hátturinn er athugaður kemur í ljós að hér er á ferðinni
hin þrískipta canzóna, sem var alþekkt form með ýmsum til-
brigðum í síðmiðaldakveðskap íslenskum, þótt upphaflegar
fyrirmyndir séu vafalítið þýskar.9 Hér einkennist hátturinn af
því að innrím er í 2. vo., og samrímuð innrím í 7. og 9. vo. Eng-
in bein lrliðstæða er til frá því fyrir siðaskipti.
Eins og sjá má á þessu dæmi eru sjáanleg nokkur norsk eða