Skírnir - 01.01.1983, Page 54
52
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
Kvæðið er vitaskuld ort Ólafi til dýrðar og skáldinu til sálu-
hjálpar. í upphafi er Ólafi hrósað fyrir trúboð hans og réttláta
ríkisstjórn en síðan greint frá því hvernig strangleiki hans leiddi
til uppreisnar landsfólksins og að lokum dauða konungs. Und-
irstrikuð er hliðstæðan við píslardauða Krists. í beinu fram-
haldi af því sem segir um sólmyrkva og áður var til vitnað eru
þessi orð:
Svo brá við um framför þína
sem þá hjálparinn hékk á kross.
Um miðbik kvæðisins segir frá jarteinum, fyrst frá því að Ijós
skín yfir líki Ólafs og að blindur maður, sem strýkur blóði hans
um hvarma, fær sýn, en síðan eru taldar upp nokkrar jarteinir,
án þess að þær séu þó rækilega raktar. Allt þetta efni má finna
í Ólafs sögu Snorra.11 Þrjár vísur í kvæðislok eru almennt lof
um Ólaf og lok 13. vísu eru eins konar bænarákall til hans að
hann leiði oss fyrir lausnarans kné.
Hér er um sannkristilegt lofkvæði að ræða. Ólafur er vegsam-
aður sem jarðneskur konungur og sem dýrlingur. Öll áhersla
er á hinn trúarlega þátt og kvæðið er gegnsýrt lýrískum inni-
leika. Það er auðskilið en um leið vandað og býsna íburðarmik-
ið. Efnisval og efnistök eru engum tilviljunum háð og skáldið
kann vel til verka.
III
Ólafs ríma Haraldssonar er sem kunnugt er varðveitt í Flat-
eyjarbók og hvergi annars staðar. Hún er skrifuð á kver í upp-
hafi bókarinnar, ásamt Geisla, og hefur Magnús Þórhallsson,
annar aðalskrifari Flateyj arbókar, aukið þessu framan við til-
tölulega seint á þeim tíma sem bókin var að verða til, sennilega
ekki fyrr en um 1390. í handritinu stendur að Einar Gilsson
hafi kveðið rímuna. Einar hefur líklega verið Skagfirðingur
að ætt. Hann var lögmaður að norðan og vestan árin 1367—69
og því í höfðingjatölu. Björn K. Þórólfsson telur líklegt að Einar
hafi ekki ort rímuna síðar en 1370, en eftir 1350. Hann getur
þess einnig að texti rímunnar sé svo góður í Flateyjarbók að hún
geti vel verið skrifuð eftir frumriti.12