Skírnir - 01.01.1983, Síða 56
54 VÉSTEINN ÓLASON SKIRNIR
en Óláfs vísur IV, en efnistök eru allt önnur, að undanteknu
upphafi og niðurlagi.
í þremur fyrstu vísunum er Ólafur lofaður með almennum
orðum, en þá koma aðrar þrjár þar sem gerð er grein fyrir helstu
afrekum hans: hann kristnaði fimm lönd (venjulega eignað
Ólafi Tryggvasyni), refsaði rán og stuldi, setti ströng lög og lét
alla drottinssvikara fá dauða. Að þessum inngangi loknum hefst
aðalfrásögnin. Stefnir nú allt að hámarki rímunnar, Stiklar-
staðabardaga og falli konungs; mikið efni er dregið saman og
mörg nöfn nefnd, bæði á stuðningsmönnum konungs og and-
stæðingum, miklu fleiri en þörf gerist vegna söguþráðar. í sam-
bandi við liðsöfnun konungs er sérstakur gaumur gefinn tveim-
ur atvikum, þar sem heiðnir menn ganga honum á hönd og
hann þiggur liðveislu þeirra gegn því að þeir láti kristnast.
Hér eru fyrstu sviðsetningar með samtölum og verður því enn
skýrari sú mynd sem dregin er af baráttu Ólafs sem trúarstríði.
Á þetta og heilagleika Ólafs er lögð enn frekari áhersla þar sem
þess er getið að Ólafur hafi gefið fé fyrir sálum óvina sinna áður
en bardaginn hófst.
Miðkafli kvæðisins og sá sem sýnir mesta mælsku er lýsing
Stiklarstaðabardaga sjálfs, sem tekur yfir 33.-56. erindi. Há-
marki nær frásögnin með falli konungs (51. erindi). Áður hefur
hann varpað frá sér sverðinu og beðið guð að gæta sín. Strax á
eftir frásögn af falli konungs, þar sem Þórir hundur er greindur
sem banamaður hans en þess þó einnig getið að Kálfur Árna-
son hafi höggvið til hans fallins, segir frá sólmyrkvanum:
53. Myrkri sló yfir menn ok hjörð
við mildings dýran dauða,
litu þá hvárki lög né jörð,
lýð aflar þat nauða.
Þótt úrslit séu þar með ráðin lætur skáldið ekki hjá liða að
gera Dagshríð skil í þremur erindum.
Því næst koma nokkur erindi þar sem greint er frá jarteinum
við lík konungs, sagt frá greftrun hans, geislum sem skinu af
leiðinu og upptöku beina. Kvæðinu lýkur með þremur erindum
sem vegsama Ólaf og snúa bæn til hans;