Skírnir - 01.01.1983, Page 59
SKÍRNIR
KVEÐIÐ UM ÓLAF HELGA
57
2. Ólafur kóngur Haraldsson
hann reið um þykkvan skóg;
hann sá lítið spor í leir,
slík eru minnin stór.
Er nú ekki að sökum að spyrja að menn kóngs þykjast sjá að
þetta sé spor eftir fagran meyjarfót, og skipar konungur þeim
að færa sér meyna fyrir sólarlag. Hún kemur á konungsfund,
reynist heita Alfheiður og spáir því að fundur þeirra verði
henni til gæfu. Ólafur sendir hana síðan til að þjóna drottningu
sinni. En svo er það einn sunnudagsmorgun, þegar Álfheiður
er að leita að skærum drottningar, að hún gengur þar inn sem
konungur liggur í rekkju og segist leita sér sonar. Síðan segir svo
af samskiptum þeirra:
14. En so svaraði kóngurinn,
að því gefur hann gætur:
„Stígðu upp i sæng til mín
og þvoðu vel þína fætur."
15. Það var rétt með fullu tungli
og miðju sjávarflóði,
byrjaður var á drottinsdag
Magnús kóngurinn góði.
16. Með fullu tungli og flóði að sjá,
tel eg af góðs manns æði,
tiggi byrjaði tiginn son
fyrir utan angur og mæði.
17. En so svöruðu kóngsins menn,
so er á bókum ort:
„Fyrri hafði hann bætt þá synd
en hann hafði hana gjört."
Nú segir frá því að Álfheiði dreymir merkilega drauma, m. a.
„að henni þótti hinn fagri geisli/ fljúga sér úr fangi“, en um
sömu mundir finnur hún að hún ber barn fyrir brjósti. Nú
býðst drottning til að kaupa drauma hennar en kóngur ræður
frá því. Hér verða e. k. þáttaskil í kvæðinu og segir ekki
meira af meðgöngutímanum fyrr en Álfheiður tekur jóðsótt, og