Skírnir - 01.01.1983, Page 60
58 VÉSTEINN ÓLASON SKIRNIR
sýnist konum barnið ólífvænlegt. Sighvatur skáld, sem kemur
ókynntur til sögu eins og aðrir, tekur þann kost að láta skíra
barnið. Þegar kóngur spyr síðar liver hafi leyft lionum það,
svarar Sighvatur því til að hann hafi skírt sveininn Magnús af
því að hann vissi ekki „æðra nafn/ veraldar kóngs í heim“.
Kvæðinu lýkur svo með þessum vísum:
31. En so svaraði kóngurinn,
hann hélt á borða Ijóma:
„Þú skalt alla þína ævi
honum Magnúsi þjóna."
32. Jesús Kristus Maríuson
leysti oss frá nauðum,
þar næst hjálpi hann allri þjóð,
bæði lífs og dauðum.
Ávörpin til Ólafs og Jesú Krists í upphafi og niðurlagi eru
frábrugðin því sem venja er í sagnadönsum, og eru sjálfsagt til
marks um áhrif frá helgikvæðum og jafnvel frá niðurlagi Ólafs
rímu. Einnig er auðvelt að benda á nokkur höfundarinnskot
í fyrstu persónu og nokkur einkenni rímnastíls, sem sýna að höf-
undur hefur verið handgenginn þeim kveðskap, sem reyndar
þarf ekki að koma á óvart, ef sagnadansinn er kveðinn á 15. öld
eða fyrri hluta þeirrar 16., þegar rímnagerð stóð í blóma á landi
hér.
Efniviðurinn er að miklum hluta sóttur í Ólafs sögu Snorra.
Þar finnum við allar persónurnar og mikilvægustu atburðina.
Ólafur Haraldsson átti launson með frillu sinni Álfhildi (Álf-
heiður er hún nefnd í sagnadansinum). Sonurinn var veikburða
við fæðingu og var þegar skírður Magnús að ráði Sighvats, sem
síðan tók að sér að sýna konungi fram á að rétt hefði verið að
farið.16 Þetta er kunnari frásögn en svo að ástæða sé til að rekja
hana hér, ennfremur það að Magnús varð seinna konungur,
eftir að óvinir Ólafs höfðu ráðið Noregi um hríð, og að Sighvat-
ur varð einn helsti ráðgjafi hans.
I Heimskringlu beinist athyglin að þessu síðast nefnda atviki,
skírninni og réttlætingu hennar, og er sú frásögn bersýnilega
einkum til þess fallin að auka hróður Sighvats. Um barnsgetnað-
inn segir hins vegar aðeins þetta: