Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 61
SKÍRNIR
KVEÐIÐ UM ÓLAF HELGA
59
Álfhildr hét kona, er kölluð var konungs arnbótt. Hon var þó af góðum
ættum komin. Hon var kvinna fríðust. Hon var með hirð Óláfs konungs.
En þat vár varð þat til tíðenda, at Álfhildr var með barni, en þat vissu
trúnaðarmenn konungs, at hann myndi vera faðir barns þess.n
í sagnadansinum hefur þetta efni verið aukið og sviðsett með
því að segja bæði frá fyrsta fundi þeirra og getnaði barnsins.
Fyrsta atriðið, þar sem þeir sjá sporið, hefur yfir sér blæ ævin-
týra og þjóðsagna, en það fellur einnig, eins og draumarnir, vel
að frásagnarhefðum sagnadansa. Það er vissulega þekkt minni
úr Heimskringlu að foreldra dreymi fyrir fæðingu mikils kon-
ungs, eins og lesa má í Hálfdanar sögu svarta,18 en einnig er
svipað minni þekkt í sagnadönsum, sbr. Stjúpmóður kvæði
(ÍF 38), og þar kemur einmitt upp ósk um að kaupa draumana
af þeim sem á upphefð í vændum. Ástarþríhyrningurinn, kon-
ungur, drottning, frilla, er svo vitaskuld mjög algengt minni í
sagnadönsum.
Stíllinn á sagnadansinum er að flestu leyti mjög einfaldur.
Að undanskildu inngangserindi hefst kvæðið í miðju atburða
án kynningar á persónum, og sagan er sögð í stuttum laustengd-
um atriðum með samtölum. Þannig kemur bein ræða fyrir í
öðru hverju erindi sagnadansins, en aftur á móti aðeins í 14%
af erindum rímunnar. Engin vísa í þessum sagnadansi kemur
fyrir annars staðar, en að vissu marki er málið formúlubundið,
einkum inngangur beinnar ræðu. Eitt dæmi er um endurtekn-
ingu erindis með breyttum rímorðum en litlum efnisviðauka,
og er það alkunnur stíll í sagnadönsum margra þjóða en ekki
notað í rímum, svo að ég hafi tekið eftir.
Þótt það hafi vafalaust verið frægð Ólafs sem konungs og dýr-
lings sem gerði hann að freistandi viðfangsefni fyrir skáldið og
áheyrendur þess, beinist áhuginn hvorki að ríki hans né heilag-
leika. Þess í stað beinist athyglin hér, eins og í flestum sagnadöns-
um, að sviði einkamálanna, ástum og fjölskyldu.19 í upphafi hitt-
um við konunginn úti í skógi, þar sem hann virðist helst vera á
ferð sér til skemmtunar, eins og hver annar ævintýra- eða farand-
riddari. Heima fyrir er það rekkjan en ekki hásætið sem er vett-
vangur mikilvægustu athafna hans. Og jafnvel í lokin, þegar
við sjáum hann sitjandi með sverð í hendi, sennilega í hásæti,