Skírnir - 01.01.1983, Page 62
60
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
er hann að ráða fram úr þeim vanda sem ólögmætar ástríður
hans hafa stofnað til og ákveða örlög launsonarins. Vissulega er
afstaða hans til sonarins mál sem varðar ríkið, þar sem um er að
ræða hver taki við konungdómi af Ólafi og jafnvel gæfu hans
um leið, en þetta er hér sett fram sem spurning um persónuleg
sambönd.
Trúarleg afstaða kvæðisins er tvíræð, ef ekki beinlínis af ætt
villutrúar. Sagt er að konungur hafi bætt fyrir þá synd að geta
hórbarn — og það á sunnudegi — áður en hann hafði framið
hana. Reyndar er svo að sjá sem skáldið hafi viljað skjóta sér
undan ábyrgð á þessari túlkun, því að skotið er inn: „so er á
bókum ort“. Atburðarásin virðist fremur stjórnast af þeim
heiðnu systrum ,gæfu‘ og ,hamingju‘ en af guðlegri forsjón.
Vitaskuld á sú siðferðislega mildi, sem fram kemur í sagnadans-
inum, nægar hliðstæður í miðaldabókmenntum með trúarlegu
ívafi, en lítill vafi er á að myndin af Ólafi sem fórnarlambi
mannlegs breyskleika hefur átt meiri hljómgrunn hjá alþýðu
en upphafin mynd hans í rímu og helgikvæði.
Óláfs vísur bera því glöggt vitni að sagnadansar höfðu ýmsa
snertifleti við rímur og helgikvæði. Engu að síður er skýr mun-
ur á þeim og þessum bókmenntagreinum, bæði á efnistökum og
túlkun efnisins. Þessi munur staðfestir þá getgátu, sem áður var
varpað fram, að þeir hafi fullnægt öðrum þörfum hjá notend-
um sínum, svo að talað sé markaðskönnunarmál. Hér er einkum
um að ræða þörfina fyrir að sviðsetja í skáldlegu formi tilfinn-
ingaleg átök sem eiga sér stað í lífi venjulegs fólks á sviði einka-
málanna: í sambandi eiginmanns og eiginkonu, í sambandi elsk-
enda, og í sambandi foreldra og barna.
V
Að lokum er ástæða til að spyrja hvað þessi þrjú kvæði geti
sagt okkur um Ólafsdýrkun á íslandi á 14. og 15. öld og hvort
af þeim megi draga einhverjar ályktanir um samfélagslegt hlut-
verk hennar.
Kvæðin þrjú staðfesta að Ólafur helgi lifði góðu lífi í vitund
þjóðarinnar, sjálfsagt einkum fyrir tilstuðlan sagnanna um