Skírnir - 01.01.1983, Page 72
66 GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR SKIRNIR
skemmtilegar andstæður. Ákveðin samsvörun er engu að síður
í þessum myndum því að útréttir armar Krists og fótstaða hans
minna á stellingu guðs föður. Sól og máni sitt hvorum megin
við höfuð guðs föður og skýin á stafleggnum auka á tignarblæ
myndarinnar og gefa henni kosmískt yfirbragð. Með litavalinu
skapar listamaðurinn samræmi rnilli sögustafsins og spássíu-
skreytinganna. Hann endurtekur liti sögustafsmyndarinnar í
teinungunum á spássíunum og nær þannig góðum heildarsvip á
skreytingu síðunnar.
Eins og áður greinir er myndin á saltarablaðinu augsýnilega
náskyld lýsingunum í Stjórn 227. Að vísu er Stjórnarhandritið
heldur stærra og veglegra en saltarinn og lýsingar þess íburðar-
meiri. En þrátt fyrir þann mun leynir skyldleikinn sér ekki.
Fyrirkomulag texta og lýsinga lýtur sömu meginreglum í báð-
um tilvikum. Textinn er tvídálka. Stafirnir eru af sömu ein-
földu gerðinni og enda sums staðar í smálaufum. Þeir eru settir
á rétthyrndan reit og frá þessum stafreit teygja greinar sig út
á spássíurnar. Smáatriði á greinunum eru einnig mjög áþekk
og sum nákvæmlega eins. Eitt af einkennum spássíumyndanna
í Stjórn 227 eru fjölmargir fuglar sem dregnir eru á lifandi
og margbreytilegan hátt. Fuglinn á efri spássíu saltarablaðsins
er nauðalíkur þessum fuglurn í Stjórn 227 sem eru rennilegir
með löng stél, opinn gogg, stór augu og óvanalega langar klær.
Fuglarnir eru einnig teiknaðir á sama hátt, stuttar, rofnar línur
á bringu og efri hluta vængja en langar heilar línur í stéli og
aftan til á vængjunum.6 Önnur atriði svo sem laufblöð eru einn-
ig mjög svipuð.7
Engin þrenningarmynd er í Stjórn 227, eins og ákjósanlegast
væri við samanburð, því að myndefni Stjórnar er aðallega sótt í
Gamla testamentið. Tvær myndir í Stjórn 227, af guði föður á
lv og Kristi á 33v,8 eru þó allsvipaðar mynd guðs föður í salt-
aramyndinni. Á öllum þremur myndunum situr persónan og
snýr beint fram. Stelling guðs föður á lv (mynd 2) er líkust
þrenningarmyndinni. Form sætisins og munstur sessuáklæðis-
ins er eins. Grunnform persónanna er líkt í báðum myndunum,
höfuðið er ílangt og nokkuð ferkantað, hálsinn digur en axlir
grannar miðað við höfuðið. Staða handa og fóta er áþekk og