Skírnir - 01.01.1983, Page 74
68 GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR SKIRNIR
sums staðar hinir sömu. Skulu hér nefnd nokkur dæmi. Sami
sterkguli liturinn er í leggjum sögustafanna í báðum lýsingun-
um, en lionum er trúlega ætlað að koma í stað gyllinga sem meira
var um í erlendum handritum. Litur þessi er örlítið þykkari og
grófari en aðrir litir í lýsingunum og hafa myndast í liann ör-
fínar sprungur í báðum myndunum. Einnig er sami blái litur-
inn í rétthyrnda reitnum á saltarablaðinu og í grunni sögu-
stafanna í Stjórn 227. Liturinn í Stjórn 227 er ýmist notaður
án skugga eða skyggt er með dekkri eða ljósari blæbrigðum
sama litar þannig að klæði og hlutir virðast marglit. Nákvæm-
lega eins er farið með litinn í rauðgulri skikkju guðs föður í
þrenningarmyndinni, og svipaður litur er til dæmis í skikkju-
fóðri guðs föður á lv í Stjórn 227.10 Þess eru einnig dæmi að
tveimur eða fleiri litum sé blandað saman í klæðum og lilut-
um án þess að um blæbrigði sama litar sé að ræða. Þannig er
kyrtill guðs föður á saltaramyndinni tvílitur, blár og grænn, og
sömu litir finnast í fallna englinum sem snertir teinunginn á
ytri spássíu á lv í Stjórn 227. Á sömu mynd er marglitt hásæti
guðs föður eins og hásætið á saltaramyndinni nema hvað spar-
legar er farið með litinn svo að bókfellið skín sums staðar í gegn.
Loks má geta þess að andlit, hendur og fætur persónanna í
Stjórn 227 eru víða skyggð með rauð- og gulleitum litum líkt og
andlit og líkami Krists og guðs föður í saltaramyndinni. Þau
dæmi sem hér hafa verið nefnd sýna ótvírætt að sömu litir hafa
verið notaðir í bæði handritin og litameðferðin er eins.
Að samanlögðum þeim atriðum sem rakin hafa verið liér að
framan, sams konar tilhögun á síðum, áþekkri spássíuskreyt-
ingu, nauðalíkri teikningu og sömu litum, virðist eðlilegast að
álykta að hér sé ekki aðeins um náskyld handrit að ræða held-
ur beinlínis að þau séu lýst af sarna listamanninum; sams kon-
ar teikning og litasamsetning í ýmsum smáatriðum myndanna
verða tæpast skýrð með öðru móti. Þessi niðurstaða fær stuðn-
ing af rithendi saltarans því að þar hefur Stefán Karlsson þekkt
liönd A í Stjórnarhandritinu.11
Sá sem gerði sögustafina í Stjórn 227 hefur einnig dregið upp-
hafsstafina í nokkrum fremstu kverurn handritsins. Lifandi og
nasm teikning hans er auðþekkt í fuglamyndunum sem skreyta