Skírnir - 01.01.1983, Page 75
SKÍRNIR ÍSLENSKT SALTARABLAÐ í SVÍÞJÓÐ 69
suma þessa stafi. Þessi lýsandi hefur hins vegar ekki gert alla
upphafsstafina í handritinu því að aftar má greina liandbragð
tveggja annarra teiknara.12 Fróðlegt er að athuga saltarablaðið
í þessu sambandi því að á verso-síðu þess eru tveir litlir upp-
hafsstafir. Við samanburð kemur í ljós að þessir stafir eru nauða-
líkir 3. stafgerðinni sem er á öftustu kverum Stjórnarhandrits-
ins. Skulu hér nefnd dæmi. Neðra D-ið á verso-síðu saltarablaðs-
ins er áþekkt A-inu á 85r í Stjórn 227. Sami rauði liturinn fyll-
ir form stafleggjanna, og inni í stöfunum er sams konar lauf-
skraut, Ijóstágrænum grunni. Þessari stafgerð í Stjórn 227 fylgja
gormlaga vafningar og rúðustrikaður grunnur utan með stöfun-
um líkt og á saltarablaðinu. Þá eru tvílitir stafleggir með
laufmunstri, áþekkir efra D-inu á verso-síðu saltarablaðsins,
einnig í A-inu á 12lr og H-inu á 122r í Stjórn 227. Glöggt má
þekkja handbragð sama manns á þessum stöfum og greinilegt að
liann hefur gert smærri upphafsstafi saltarablaðsins og hluta
þeirra í Stjórn 227.
Niðurstaðan af þessum athugunum er því sú að sömu menn-
irnir, skrifari, sögustafalýsandi og teiknari smærri upphafs-
stafa, hafi unnið saman að gerð bæði Stjórnarhandritsins 227
og saltarabrotsins. Mennirnir kynnu að hafa verið tveir, skrif-
arinn og annar lýsandinn sá sami.13 Saltarabrotið er því ör-
ugglega skrifað og lýst af íslendingum og getur alls ekki verið
sænskt. Af reglulegri og fagurri rithendi skrifarans má ráða að
hann hafi verið atvinnumaður. Bent liefur verið á að hönd A í
Stjórnarhandritinu 227 væri að finna í 11 öðrum handritum og
handritahlutum, sem fræðimenn hafa talið skrifuð um miðja
14. öld.14 Saltarabrotið má því einnig tímasetja til miðbiks 14.
aldar, og það er því ekki skrifað á fyrri hluta 15. aldar eins og
Lilli Gjerlpw taldi.
Lýsingarnar í Stjórn 227 og saltarablaðinu eru gerðar af ágæt-
um listamanni og eru meðal fegurstu skreytinga í íslenskri bók-
list. Sennilegt er því að bæði skrifarinn og sögustafalýsandinn
hafi verið atvinnumenn og starfað í sömu bókagerðarmiðstöð.
Stefán Karlsson telur að í þeirri bókagerðarmiðstöð hafi öðrum
þræði verið skrifuð handrit með útflutning á norskan markað
fyrir augum.16 Ferill íslenska saltarans verður ekki rakinn, en