Skírnir - 01.01.1983, Page 77
SKÍRNIR íslenskt saltarablað í svíþjóð 71
in, sem hér hefur verið rætt um, skyld myndurn hans, og það
kemur vel heirn við tímasetningu þeirra.
Hér er ekki ætlunin að rekja nákvæmlega skyldleika handrita-
lýsinganna og teiknibókar heldur skal einungis greint frá aðal-
atriðum. Samanburður leiðir í ljós að myndirnar í ártíðaskránni
249e og grallarablaðinu eru nauðalíkar myndum 1. teiknara
teiknibókar.22 Sameiginleg einkenni eru styrk og fögur teikning
gerð með fáum, einföldum dráttum. Persónurnar á nryndunum
eru stuttvaxnar og höfuðstórar, látbragð þeirra er líflegt og and-
litin opin og barnsleg. Aftur á móti eru stíleinkennin á lýsing-
um Stjórnar 227 og saltarablaðsins nokkuð frábrugðin. Teikn-
ingin er kvik og fíngerð. Persónurnar eru spengilegar og ekki
áberandi höfuðstórar. Hreyfingar þeirra eru lifandi, jafnvel til-
gerðarlegar, og ekki verður vart við hinn barnslega og blíða
andlitssvip sem einkennir myndirnar í fyrrnefnda hópnum. Þá
er skreytistíll í þessum handritum einnig ólíkur. Á grallarablað-
inu eru rómanskir vafningar með þrískiptum laufblöðum en í
Stjórn 227 og saltarablaði er hágotnesk spássíuskreyting. Munur-
inn á handritunum innbyrðis er það mikill að telja verður lík-
legt að tveir listamenn hafi verið að verki við lýsingu þeirra.
Niðurstaða varðandi skyldleika þessara handrita og teikni-
bókar er því sú að eigna megi 1. teiknara teiknibókar lýsingar
í ártíðaskránni 249e og grallarablaðinu. Stjórn 227 og saltara-
blaðið eru hins vegar lýst af öðrum, en að öllum líkindum á
sama stað, og sögustafirnir í þeim báðum eru gerðir af einum
listamanni. Ætla má að á þeim stað hafi verið stunduð bóka-
gerð og elstu blöðin í teiknibókinni séu leifar af fyrirmynda-
safni sem þar hafi verið notað við handritalýsingar.
Jakob Benediktsson álítur að það sem vitað er um feril þeirra
11 handrita og handritabrota sem skrifuð eru með hendi A í
Stjórn 227 bendi til norðlensks uppruna þeirra.23 Meðal þessara
handrita er AM 657 4to a-b, sem Árni Magnússon segir vera
komið frá Halldóru Erlendsdóttur í Bólstaðarhlíð í Húnavatns-
sýslu, þar sem bókin hafi fyrrum verið kirkjubók. Fremst í hand-
ritinu er Mikaelssaga en kirkjan í Bólstaðarhlíð var helguð
Mikael erkiengli.24 Atliyglisvert er að grallarablaðið frá Hösk-
uldsstöðum er einnig úr kirkjubók. Grallarinn hefur líklega