Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 78
72 GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR SKIRNIR
komið til kirkjunnar nýskrifaður, því að máldagi hennar frá
1395 er skrifaður á recto-hlið grallarablaðsins, sem upplraflega
hefur verið auð.25 Að líkindum eru því bæði þessi liandrit skrif-
uð í Húnavatnssýslu í námunda við fyrrgreindar kirkjur.
Ljóst er að allstór hópur skrifara og lýsenda hefur unnið að
gerð umræddra handrita, og verður að teljast ósennilegt að
svo margir menn hafi starfað við bókagerð á höfðingjasetri.
Efni bókanna er einnig mjög fjölbreytt, bæði veraldlegt og
kirkjulegt, og má því ætla að bókagerð hafi verið höfð að at-
vinnu á þeim stað sem bækurnar voru skrifaðar. Þá eru helgi-
siðabækur meðal þessara bóka, og það bendir fremur til kirkju-
legs menntaseturs. Að öllu samanlögðu verður Þingeyraklaust-
ur að teljast langlíklegasti ritunarstaður handritanna, og hefur
teiknibókin þá verið fyrirmyndabók í klaustrinu.
1 Lilli Gjerl0w, Liturgica Islandica 1, Text (Bibliotheca Arnamagnæana
XXXV, Hafniæ 1980), bls. 98-101.
2 Ibid., bls. 120-21.
3 Ibicl. II, Facsimiles, bls. 128—29.
4 Stjórn AM 227 fol. (Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XX, Cop-
enhagen 1950). Selma Jónsdóttir, Lýsingar i Stjórnarhandriti (Reykjavík
1971).
5 Svo í óprentaðri skrá Toni Schmid.
6 Fuglinn í saltaramyndinni er einkum líkur fuglunum á 71v í Stjórn 227,
sjá bók Selrnu Jónsdóttur, mynd V.
t Fimmskipt laufblöð eins og á efri spássíu saltarablaðsins eru á lv, 23v,
71v og 115v í Stjórn 227 og smárablöð líkt og á neðri spássíu saltarans
má finna á 33v og 38r í sama handriti.
8 Sjá bók Selmu Jónsdóttur, myndir I og III.
9 Einkum eru sögustafir Stjórnar 227 litríkir, en spássíumyndirnar eru
aftur á móti í einfaldari og léttari litum. Dæmi um þetta eru annars
vegar ríkulega lituð klæði guðs föður inni í sögustafnum á lv og hins
vegar klæði englanna á spássíunni á sömu mynd sem eru í fínlegum
litum og fremur skyggð en lituð í heild.
10 Svipaður litur er einnig í kyrtli Jakobs á 38r, skikkju Davíðs á 88r, í bak-
grunni stafanna og í teinungunum f Stjórn 227.
H Stefán Karlsson, ‘Saltarabrot 1 Svíþjóð með Stjórnarhendi’, Gripla V
(Reykjavík 1982), bls. 320-22.
12 Sögustafalýsandinn hefur teiknað stafina á 1—51v; 2. teiknari stafina á
52v—79v, 89r—95r, 104r—119v, 124v og út bókina; 3. teiknari stafina á
84r—88r, 96r-103v, 119v-123v.