Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 81
SKÍRNIR SNÖRP BITU JARN 75
annars dags, er þau hlaut. Ekki skipti máli, hvort um var að
ræða mikil sár eða lítil. Tyrfingur nam aldrei í höggi stað fyrr
en í jörðu.5 Dáinsleif, sem Högni konungur bar í Hjaðninga-
vígum og getið er í Eddu, var gætt svipuðum eiginleikum.6 Gus-
isnautar, örvar þeirra Hrafnistufeðga, Ketils hængs, Gríms loð-
inkinna og Örvar-Odds, flugu sjálfar á streng og af, og þeirra
þurfti aldrei að leita. Örvarnar voru þrjár og nefndust Fífa,
Flaug og Hremsa. Þær bitu á allt, sem þeirn var til vísað.7 Gusis-
nautar voru dvergasmíð eins og Dáinsleif og Tyrfingur. Bendir
það til, að vopnin hafi verið mögnuð með göldrum. Skýrasta
dæmið um kynngimagnað vopn í fornritum mun þó vera sverð
goðsins Freys, en það barðist sjálft, ef hugrakkur maður bar.8
Fjölkunnugir menn og goðmögn virðast skv. trú fornmanna
hafa haft tök á að gera líkneskjur í mannsmynd úr leir eða tré
og gæða þær nægilegu lífsmagni til að láta þær fara sendiferðir.
Þekktasti skapnaður af þessu tagi mun vera Mökkurkálfi, leir-
jötunninn með merarhjartað, sem jötnar skópu við Grjóttúna-
garða og veita skyldi Hrungni jötni lið gegn Þór. Af svipuðum
toga var Þorgarður sá, er Hákon jarl magnaði með fulltingi Þor-
gerðar Hörga(Hölga)brúður og systur hennar Irpu og varð
Þorleifi jarlsskáldi að bana á Þingvöllum.9 Á síðari öldum hefur
a. m. k. ein saga verið á kreiki, þar sem getið er mögnunar
ákveðins líkamshluta, og lióf sá atliafnir eða hætti þeim eftir
skipan. Þór virðist vera sú af persónum sögunnar, sem mestu
veldur.10 í Völsa þætti er gefið í skyn, að annnesjabúar í Noregi
hafi magnað hliðstæðan líkamshluta hrossa.11
Magnaðir galdramenn eða goðverur þurftu þó hvorki á vopn-
um né sendingum að halda til að ná takmarki sínu. í Njálu er
skýrt frá merkilegum vef, sem tólf konur slógu á Katanesi á Skot-
landi fyrir Brjánsbardaga, og fóru þær með kvæði á meðan. Mað-
ur að nafni Dörruður horfði á atburð þennan, en að verki loknu
hurfu konurnar brott, og riðu sex í norður og sex í suður eða til
höfuðátta. Evrópumenn á miðöldum trúðu því, að galdranornir
mynduðu hópa, og áttu tólf slíkar að vera í hverjum hópi
(coven). Hver hópur kom saman öðru hverju, en á þeim fund-
um var þrettánda veran viðstödd, myrkrahöfðinginn sjálfur.
Dörruður er Óðinsheiti. Því má skilja þessa frásögn á þann veg,