Skírnir - 01.01.1983, Page 83
SKÍRNIR
77
SNÖRP BITU JÁRN
rekkjan í Sögunni af Hlini kongssyni rann hvert sem maður
vildi.17 Sjálfsagt mætti tína til fleiri frásagnir um hluti með sjálf-
virku eðli úr norskum þjóðsögum og íslenzkum og úr ævintýr-
um og sögnum frá öðrum löndum, ef leit væri gerð. Farartæki
norna eru sérstakur þáttur, sem ekki verður tekinn til umfjöll-
unar hér.
Einnar dvergasmíðar, sverðsins Grásíðu, er getið í Gísla sögu.
Grásíða var gott vopn, en reyndist ættmennum Gísla til lítilla
heilla, enda var þess aflað með ofbeldi.18 Grásíðu var beitt við
víg beggja mága Gísla, Vésteins Vésteinssonar og Þorgríms goða.
Fyrir nokkrum árum tók höfundur þessarar greinar frásögn
Gísla sögu af vi'gunum til umfjöllunar. Þá var varpað fram
þeirri tilgátu, að Gísli hefði reynt að beina grun vegna morðs
Þorgríms að yfirnáttúrlegum verum, afturgöngum eða álfum,
með hátterni sínu morðnóttina, e. t. v. að vofu Vésteins. Rök
voru þau, að Gísli var þá búinn blárri kápu, en sá var litur
kápu Vésteins og blátt er einkennislitur álfa í íslenzkri þjóðtrú,
Gísli batt saman nautin í Sæbólsfjósi á hölunum, en slíkt at-
ferli ætlar þjóðtrúin aðeins árum og afturgöngum, og hann
skildi ekki eftir sig slóð. Hönd Gísla var köld, en slíks er oft get-
ið þegar um framliðna er að ræða. Auk þessa var morðið fram-
ið um veturnóttaleytið nálægt allraheilagramessu (1. nóvember).
Víða um Evrópu var því trúað, að álfar væru á ferli nóttina fyrir
allraheilagi'amessu (Allhallows Eve, All Saints Eve), og þá vitj-
uðu framliðnir fyrri heimkynna. Evrópubúar héldu hátíð hinna
dauðu um allraheilagramessu fyrir kristnun heimshlutans. í áð-
urnefndri grein var vikið að helskóm Vésteins og steininum, sem
Gísli lagði í haug Þorgríms, og voru helskórnir taldir boða, að
Vésteinn yrði á ferli eftir greftrunina, en Gísli hafði á hinn bóg-
inn bundið anda Þorgríms við hauginn með steininum, enda
var sú trú alkunn hérlendis og erlendis að binda mætti anda
framliðinna við legstaðinn með þessum hætti.19 Skal nú vikið
nánar að þessu atriði og nokkrum öðrum í Gísla sögu.
Talið hefur verið, að ásatrúarmenn hafi ætlað sóttdauðum
mönnum vist með Hel, en þau Freyja og Óðinn skiptu með sér
val.20 Ýmislegt bendir þó til, að fleiri hugmyndir hafi verið á
kreiki. Gunnar á Hlíðarenda kvað í haugi sínum og afturgöng-