Skírnir - 01.01.1983, Side 86
SKÍRNIR
80 LÝÐUR BJÖRNSSON
nýtt og varð því ekki rakið til ákveðins manns. Gerð þess er hluti
þeirrar liulu, sem þremenningarnir reyna að bregða yfir sviðið.
Hagleikur Þorgríms goða hefur verið Gísla kunnur og hann
vitað, að ekki var öðrum til að dreifa um smíðina. Tengsl Þor-
gríms goða við morðvopnið og ráðabruggið eru því augljós.
Aulc þessa kann kveðlingur, sem Þorgrímur goði varpaði fram
við leika á Seftjörn, að hafa aukið á grunsemdir Gísla, og væri
liann þá hliðstæða hinnar frægu vísu Teina sák í túni, en ekki
er þetta ótvírætt.29 Hliðstæður koma oft fyrir í sögunni, svo sem
Magnus Olsen hefur bent á.30 Nokkuð öðru máli gegnir um
tengsl Þorgríms nefs við morðið, og ræðst það af því, livort Gísli
lieíur trúað á mátt galdra, en ekki virðist ástæða til að ætla ann-
að, ef tekið er tillit til þess, hvenær Gísli var uppi. Þorgrímur
nef var viðstaddur smíðina, og leyndin, sem viðhöfð var, gat
bent til þess, að töfrar væru hafðir í frammi. Atburðarásin morð-
nóttina gat og styrkt menn í þeirri trú. Lítum á eftirfarandi frá-
sögn:
Ok nú er mest tóku at tlrjúpa húsin, þá snúa þau systkin rekkjum sínum
um endilangt húsit; en allir menn aðrir váru brott flýðir ór húsinu nema
þau tvau ein. Nú er gengit inn nökkut fyrir lýsing, hljóðliga, ok þangat at,
sem Vésteinn hvílir. Hann var þá vaknaðr. Eigi finnr hann fyrr en hann
er lagðr spjóti fyrir brjóstit, svá at stóð í gegnum hann. En er Vésteinn fekk
lagit, þá mælti hann þetta: „Hneit þar,“ sagði hann. Ok því næst gekk
maðrinn út. En Vésteinn vildi upp standa; í því fellr hann niðr fyrir stokk-
inn dauðr.3l
Tvö atriði gátu bent til galdurs. Sannkallað gjörningaveður
var morðnóttina. Vegandinn gekk rakleitt að Vésteini og veitti
honum banasár í svartamyrkri að því er virðist, og höfðu þau
systkin þó fæi t til rúm sín. Slíkt hlaut að torvelda tilræðismann-
inum verkið, þótt nákunnugur væri. Auk þess hefur Vésteinn
væntanlega legið öðruvísi við laginu en hann hafði mátt vænta.
Þetta gat vakið grunsemdir um, að morðvopnið hefði verið
magnað og gætt eiginleikum hnoðans í ævintýrunum eða Gusis-
nauta og beint vegandanum að fórnarlambinu, ef vegandinn
hefur þá ekki verið talinn vera sömu ættar og Þorgarður, bana-
maður Þorleifs jarlsskálds, eða af öðrum heimi. Slíkt var aðeins