Skírnir - 01.01.1983, Side 87
SKÍRNIR
81
SNÖRP BITU JÁRN
á færi Þorgríms nefs. Einlrverjum tilgangi hlýtur frásögnin um
rúmflutninginn að þjóna, ef hún er ekki aðeins fróðleiksgrein.
Athyglisvert er, að Gísli tekur Þorgrím nef þá fyrst af lífi, er
Börkur digri hafði látið drepa systur hans, Auðbjörgu. Skýring-
ar þessa kunna að vera þrjár. Dráp Auðbjargar hefur fært Gísla
heim sanninn um, að Þorgrímur nef nyti ekki lengur liylli Bark-
ar og verndar, Gísla hefur ekki fýst að eiga Auðbjörgu yfir höfði
sér, ef hann drap Þorgrím að henni lifandi, og Þorgrímur hefur
verið talinn þiggja mátt til galdra frá systur sinni. Sagan sker
ekki úr urn, hver skýringin er rétt. Hitt er víst, að fyrir kristni-
töku og lengi síðan hafa menn talið fulla ástæðu til að umgang-
ast galdramenn með gát. Ýmsar frásagnir í fornritum benda til
þess, að fjölkunnugt fólk hafi notið verulegs álits, t.d. frásögn
af Þorbjörgu lítilvölvu í Eiríks sögu rauða og frásagnir af völv-
unum í Örvar-Odds sögu og Vatnsdælu. Aðrar sagnir, t.d. frá-
sögnin af Stíganda í Laxdælu, benda til, að menn hafi haft veru-
legan beyg af galdramönnum og hylizt til að grípa þá óvara og
draga belg yfir höfuð þeim, ef taka átti þá af lífi. Erlendar frá-
sagnir, t.d. frá Afríku, Grænlandi og af Löppum, sýna, að þar
var galdramaðurinn oft voldugasti eða næstvoldugasti maður í
hverju umdæmi. Ástæðulaust er að ætla, að þessu hafi verið á
annan veg snúið hér. Fyrir kristnitöku og lengur hafa Islend-
ingar borið virðingu fyrir galdramönnum, stundum að vísu
blandna ótta. Vald fylgir virðingu.32
Gísli vó Þorgrímana til hefnda fyrir Véstein, galdramanninn
og smiðinn. Hann virðist ekki fyrst lengi hafa fellt grun á Þor-
kel, hvort sem skyldleikinn liefur valdið eða annað. Fylgjurnar
í draumnum voru tvær, og hann hafði vegið tvo menn. Undir
lok sögunnar er þó ein frásögn, sem bendir í aðra átt. Aðstand-
endur Vésteins hafa vafalaust enn ekki talið hans fullhefnt, eft-
ir var Þorkell, sem einn átti sakir við Véstein og hefur því verið
álitinn vera a.m.k. ráðbani hans. Vésteinn lét eftir sig tvo syni.
Þeir vógu Þorkel á Þorskafjarðarþingi, en flúðu síðan á náðir
Auðar Vésteinsdóttur, konu Gísla og systur Vésteins. Auður vís-
aði þeim á úrræði, en gekk síðan á fund Gísla og hugðist segja
honum tíðindin, sem hann vissi þá þegar. Gísli var þá í bæjar-
húsunum.
6