Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 89
SKÍRNIR SNÖRP BITU JÁRN 83
dauðann yfir höfði sér, hefur haft nægan tíma til að fága síðustu
kveðjuna til ástkonu sinnar.
Fræðimenn eru yfirleitt sammála um, að vísurnar séu eldri
en sagan. Áður var vikið að draumvísunum, en til álita kemur,
að þær hafi í öndverðu verið einn bálkur.35 Við slíkar aðstæður
mætti jafnvel vænta þess, að einstaka vísa hafi lent á öðrum stað
en bezt fellur að atburðarás, sbr. næstsíðustu vísu sögunnar (39.
vísu):
Rennr á hann svefnhöfgi, ok dreymir hann, at fuglar kæmi í húsit, er læm-
ingar heita, þeir eru meiri en rjúpkerar ok létu illiliga ok höfðu válkazt í
roðru ok blóði. Þá spurði Auðr, hvat hann hafði dreymt. „Nú váru enn eigi
svefnfarar góðar." Gísli kvað vísu:
Mér bar hljóm í heimi,
hör-Bil, þás vit skilðumk,
skekkik dverga drylckju,
dreyra sals fyr eyru.
Ok hjörraddar hlýddi
heggr rjúpkera tveggja,
koma mun dals á drengi
dögg, læmingja höggvi.
Vísan er tekin þannig saman: Mér bar hljóm fyr eyru í heimi
dreyra sals, þás vit skildumk, hör-Bil; skekkik dverga drykkju.
Ok hjörraddar heggr hlýddi læmingja höggvi tveggja rjúpkera;
dals dögg mun koma á drengi.
í útgáfu Hins íslenzka fornritafélags á Gísla sögu er vísan færð
svo til nútímamáls: Konal Mér þótti hljóð bera fyrir mig, þegar
við skildum — ég yrki vísu (um það) — og ég heyrði til tveggja
rjúpkera, sem börðust af mikilli grimmd. Að mér mun (bráðum)
verða vegið með vopnum.36
Ljóst er, að höfundur misskilur vísuna. Hann telur, að orðið
læmingi merki fuglategund, en það er nú talið sömu merkingar
og orðin þungur, laumulegur eða sviksamlegur, sbr. orðasam-
bandið læmingja högg = þungt högg eða sviksamlegt. Vísan
bendir til, að Auður hafi verið fjarri („þás vit skilðumk“), er
þetta bar fyrir Gísla, en það kemur ekki heim við söguna, eins og
dr. Björn K. Þórólfsson tekur réttilega fram í formála hennar.37
Rjúpkarrarnir munu vera fylgjur, ef vísan er draumvísa, en