Skírnir - 01.01.1983, Síða 90
84 LÝÐUR BJÖRNSSON SKIRNIR
annars líkir Gísli einhverjum við þessa fugla. Á skýringunni í ís-
lenzkum fornritum eru tveir annmarkar. Gera verður ráð fyrir
því, að allir þeir, sem að Gísla fóru, eigi sér eina og sömu fylgj-
una, ef rjúpkarrarnir tákna Gísla og banamenn hans, og að Gísli
ræði urn sjálfan sig í fleirtölu, ef niðurlag vísunnar á við hann.
Hvorttveggja er óeðlilegt. Rökréttara virðist og í samræmi við
efni vísunnar, að Gísli hafi kveðið þessa vísu, er Auður bar hon-
um fréttina af vígi Þorkels og áður en hann lét sefast. Þá höfðu
þau ekki verið í sömu vistarveru um liríð. Rjúpkarrarnir eru þá
fylgjur eða tákn sona Vésteins og orðasambandið „hlýddi læm-
ingja höggvi“ hefur svipaða merkingu og að hlýða lestri, hér að
hlusta á frásögn af þungu eða sviksamlegu höggi. Niðurlag vís-
unnar er spá eða yfirlýsing, „koma mun dals dögg á drengi“,
synir Vésteins munu laugast blóði.
Fyrir allmörgum árum fjallaði dr. Einar Arnórsson um arf-
sagnir og munnmæli og bar m.a. saman þjóðsögur urn ódæði og
aftöku Björns Péturssonar í Öxl og samtímaheimildir um það
efni. Niðurstaðan varð sú, að allmörg atriði komu heim og sam-
an, jafnvel ártalið, en önnur höfðu brenglazt, t.d. nafnið á konu
Björns. Auk þessa er frásögn þjóðsögunnar mun fyllri, og þar
ber mikið á fyrirboðum af ýmsu tagi. Hún geymir og tilsvör, sem
ekki finnast í samtímaheimildum. Niðurstaða dr. Einars var sú,
að arfsagnir og munnmæli geymi oft höfuðkjarna atburða í
nokkurn tíma, en munnmælin vefji oft kynstrum af hinum og
þessum sögum utan um þetta efni.38 Björn var réttaður árið
1596, en þjóðsagan var fyrst skrásett um miðbik 19. aldar. Þetta
er álíka langur tími og leið frá vígi Gísla og til ritunar sögunn-
ar. Vafasamt er, að alþingisbók og annáll Björns á Skarðsá hafi
verið svo víða til, að þessar lieimildir hafi náð að setja verulegt
mark á þjóðsöguna.
Þjóðtrú er gildur þáttur í Gísla sögu. Þar er getið um drauma
og draumkonur, forspár, galdur, haugbúa, búnað líka og nota-
gildi hans fyrir hinn dauða, ráð til að fyrirbyggja afturgöngur,
og merki finnast um þá trú, að dauðir menn vitji stundum fyrri
heimkynna. Flest þessara atriða eru vel kunn. Tvö njóta þó
þeirrar sérstöðu, að slík trú og siðir henni tengdir hljóta að hafa
lagzt af eða tekið að dvína á 11. og 12. öld vegna andstöðu kirkj-