Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 91
SKÍRNIR SNÖRP BITU JÁRN 85
unnar. Hér er átt við helskóna og þá trú, að dauðir menn vitj-
uðu fyrri heimkynna aðfaranótt allraheilagramessu. Síðar-
nefnda atriðið er vel þekkt í evrópskri þjóðtrú, m. a. í nágranna-
löndunum, en Gísla saga er ein til frásagnar um hið fyrra. Sú trú
er þó rökrétt, ef höfð er hliðsjón af haugfé almennt og hlutverki
þess. Trú á þörf afturgangna fyrir skófatnað er kunn frá síðari
öldum og kemur m. a. fram í sögnum af Írafells-Móra. Tekið
skal fram, að ekki er öruggt, að Þorgrímur liafi verið veginn að-
faranótt allraheilagramessu, en líklegt virðist það. Tilvísun til
heyja bendir til, að Vésteinn hafi verið veginn fyrr á hausti, en
annars kæmi til álita, að launungin og búnaðurinn (m. a. seta
Sæbólsmanna undir vopnum) bendi til sömu nætur og trúar.39
Ljóst virðist, að Gísla saga lýsi þjóðtrú á 10. öld, og ekkert
bendir til annars en að sú lýsing á þjóðtrú þeirrar aldar sé trú-
verðug. Þetta bendir eindregið til arfsagna og svo er um allmörg
atriði önnur. Flestra aðalpersóna sögunnar er getið í öðrum
fornritum, m. a. hinum traustustu þeirra að því er varðar heim-
ildargildi, Eyrbyggju, Landnámu, Sturlungu og Ævi Snorra
goða, sem sumir fræðimenn hafa eignað Ara Þorgilssyni fróða.
Þetta á við um Þorbjörn súr og börn hans öll, Auði og Véstein,
Börk digra og Þorgrím goða og Ingjald í Hergilsey o. fl. Aftur á
móti kemur fram misræmi milli Gísla sögu og Landnámu um
nafnið á konu Þorkels. Er það skemmtileg hliðstæða við þjóð-
söguna um Axlar-Björn og samtímaheimildir varðandi nafnið á
konu Björns. Meginatburða Gísla sögu, víga Vésteins og Þor-
gríms, Hergilseyjarvistar Gísla og falls hans, er getið í fyrrnefnd-
um heimildum. Ástæða er því til að ætla, að þessi atriði ásamt
frásögn af viðbrögðum Þórdísar Súrsdóttur, er lrún frétti víg
Gísla, séu sögulegar staðreyndir. Varðandi síðastnefnda atriðið
og jafnvel víg Gísla má benda á, að Ari fróði vitnar til Þuríðar
Snorradóttur sem heimildarmanns, sonardóttur þeirra Þórdís-
ar Súrsdóttur og Þorgríms goða. Hún hefur væntanlega þulið
fræði sín fyrir fleiri mönnum en Ara Þorgilssyni einum. Stað-
fræði sögunnar er óbrigðul. Þetta gæti bent til, að höfundar
væri að leita á svæðinu milli Breiðafjarðar og Gemlufallsheiðar,
einkum við höfuðból í Dýrafirði. Gísla saga veitir litlar upp-
lýsingar um tímatal, en ekki koma þar fram brengl. Ástæða er