Skírnir - 01.01.1983, Side 92
86 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
til að benda á, að Gísli var gerður sekur á Þórsnesþingi. Þar hef-
ur þá verið háð fjórðungsþing, líklega hið fyrsta eða eitt hið
fyrsta þeirrar tegundar á þessum stað, en á fjórðungsþingum var
dæmt í málum, ef aðilar bjuggu í sama fjórðungi, en ekki í sömu
vorþinghá. Arfsögn kann að liggja þessari staðhæfingu sögunn-
ar til grundvallar, og væri sú mjög traust, enda má þarna engu
muna.40
Höfundur Gísla sögu hefur stuðzt mjög við arfsagnir og vísur
við ritun sögunnar. Sjálfsagt hefur annað efni dregizt að þess-
um kjarna. Sumt mun runnið frá höfundi sjálfum, t.d. samtölin,
en þó má ætla, að sum tilsvörin kunni að vera hluti arfsagnanna,
t. d. tilsvar Þórdísar, er hún frétti víg Gísla, og hið fræga tilsvar
Ingjalds á Vaðsteinabergi. Vera má, að höfundur hafi misskil-
ið goðatitil Þorgríms og tengt hann mannaforræði í Dýrafirði,
en titillinn á að sjálfsögðu rætur að rekja til mannaforráðs í
Þórsnesþingi. Sagan geymir lýsingu til skýringar á athafnaleysi
Þorgríms við héraðsstjórn og lætur þann mann (Þorkel hinn
auðga), sem með vissu hafði goðorð um Dýrafjörð, gefa honum
til kynna, að nærvera hans á þingi væri óþörf. Slíku hefði kapp-
samur og ráðríkur goðorðsmaður, sem var að reyna að vinna sér
þingmenn, aldrei sætt. Til álita kemur því, að höfundur hafi
samið þessa frásögn til að koma að arfsögnum um forspá Gests
Oddleifssonar og fóstbræðralag þeirra Haukdæla. Þess er og að
vænta, að lýsingar á sumum atburðum dragi dám af samtíð höf-
undar, og þá ekki sízt, ef um hliðstæður hefur verið að ræða.
Ekki er útilokað, að Vestfirðir vestanverðir hafi verið sérstök
vorþinghá með þingstað á Hvolseyri fyrir fjórðungaskiptin.
Loks er alkunna, að ákveðin tegund sagna dregst einkum að
ákveðnum persónum. Líklegt er, að Gísli Súrsson hafi haft orð á
sér fyrir að vera svo frekur til fjörsins og marksækinn, að hann
skeytti hvorki um skömm eða heiður, lék fífl og svip fóstbróður
síns, klæddi þræl sinn í kápu sína og sendi hann vitandi vits út í
opinn dauðann, lagðist undir kvensvark og skreið í gegnum
mykjuauga. Sögur af þessu tagi gætu hafa safnast að nafni úr-
ræðagóðs manns, en síður er treystandi á sannfræðina. Þær eru
á hinn bóginn allar með því marki brenndar, að unnandi Gísla
sögu teldi skarð fyrir skildi, ef einhverja vantaði.41