Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 96
SKÍRNIR
90 LÝÐUR BJÖRNSSON
Kristur steig niður til heljar og batt fjandann. Loks telur sr. Kolbeinn,
að bláa kápan í Gísla sögu samsvari feldinum, sem kristin kirkja var
klædd á vegferð sinni um heiminn. Sfðar kemur í ljós, að sr. Kolbeinn
telur merkingu orðins blár á þessum stað vera hina sömu og í orðinu
Blálendingur, þ.e. svartur (Kolbeinn Þorleifsson: Bláa kápan og bar-
daginn á Einhamri, Dagblaðið & Vísir, 10. 12. 1981). Rétt þykir að fara
nokkrum orðum um grein sr. Kolbeins. Fyrst skal tekið fram, að skýr-
ing hans á uppruna draumkvennanna tveggja kemur til álita, en fleiri
kostir eru tiltækir. Um fá atriði sögunnar hefur verið ritað meira en
draumkonurnar. Á hinn bóginn sýnist ólíklegt, að litur kápunnar liafi
verið svartur. Iiláu kápunni er ætlað það hlutverk í sögunni að tryggja,
að sá, sem kápuna bar, þekktist frá öðrum, t.d. við víg Þórðar huglausa.
Þeim tilgangi varð ekki náð, ef kápan var svört og þorri landsmanna
klæddist sauðalitunum (Guðmundur Finnbogason: Litun, Iðnsaga ís-
lands, II. bls. 110). Vitað er að vísu, að menn leyfðu sér ýmislegt i alle-
gorium, en telja verður þó líklegt, að sannkristinn maður (munkur)
hefði veigrað sér við að láta heiðinn vígmann ganga inn í hlutverk
Krists i jafnríkum mæli og sr. Kolbeinn álítur, að gert sé í Einhamars-
kaflanum. Gísla saga gefur engar vísbendingar í þá átt, að hún sé skrif-
uð á Helgafelli. Engin merki finnast um kunnugleika höfundar á þeim
slóðum, og oddvitar Þórsnesinga eru heldur fráhrindandi persónur í
sögunni. Klaustur var að vísu á Helgafelli, og þar voru til bækur, en
ekki réttlætir þetta eitt út af fyrir sig staðhæfingu um, að þar hafi sag-
an verið rituð. Allmörg fornrit hafa verið rakin til nafngreindra höf-
unda með vissu eða allsterkum líkum. Verulegur meirihluti þessara rita
að magni til var saminn af mönnum, sem með vissu stunduðu ekki
klausturlifnað. Ekkert bendir til, að þessu hafi verið á annan veg snúið
um hin ófeðruðu rit. Skyldi kenning kirkjunnar um sverðin tvö ekki
hafa haft áhrif á verkefnaval kirkjunnar manna hér á landi á Sturlunga-
öld?
« fsl. fomr., I. 1 bls. 180-181, IV. bls. XI-XIII, 20, 23-24, 186, VI. bls.
XXXIV; Sturlunga (Rvík 1946), I. bls. 282, 435; Jón Jóhannesson: ís-
lendingasaga, I. bls. 69. Dr. Björn K. Þórólfsson staðhæfir í formála fyr-
ir útgáfu Fornritafélagsins á Gísla sögu, að enginn dalur finnist í Herg-
ilsey. Þetta er hæpið. Lágin austan Vaðsteinabergs verðskuldar dalsnafn
jafnt sem sum dalverpin í fjallinu fyrir ofan Hjalla og Þórisstaði í
Þorskafirði (t.d. Raftadalur og Seljadalur). Hér kynni að vera um breið-
firzka eða vestfirzka málvenju að ræða.
41 fsl. fornr., VI. bls. 20—21. Gísli komst ekki út úr Sæbólsfjósi um dyrnar
eftir víg Þorgríms. Hann hefur hlotið að leita útgöngu annars staðar.
Hér er gert ráð fyrir því, að mykjuauga hafi verið á fjósinu, en op til
heygarðs kemur til álita. Óþarft hefur verið að geta útgönguleiðar i
sögunni. Lesendur á ritunartíma hafa vitað, hverra kosta var völ í fjósi,
ef dyr voru tepptar, og sjálfsagt brosað I kampinn.