Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Síða 98

Skírnir - 01.01.1983, Síða 98
92 ÁRNI BÖÐVARSSON SKÍRNIR menn berum á tungu okkar og þróun hennar. Ég tel að hér sé um að ræða fulla ábyrgð nútímamanna gagnvart liðnum kyn- slóðum, forfeðrum okkar, að varðveita það sem þeir hafa arf- leitt okkur að, og gagnvart afkomendum okkar að glata því ekki sem okkur hefur verið trúað fyrir að koma til skila í þeirra hendur. Við skulum hafa það rækilega hugfast að afkomendur okkar eftir nokkrar kynslóðir geta ekki með neinu móti endurvakið það tungumál sem við kunnum að glutra niður fyrir sakir hirðu- leysis eða gleymsku í upphafi plastaldar. Hvað er málrœkt? Líklega kemur manni fyrst í hug að segja að málrækt sé vernd- un máls, vöndun málfars. En málrækt er meira en málvernd ein, hún felst ekki eingöngu í að vernda málið og halda því „óbreyttu", „lireinu", „ómenguðu" og hvað menn nú vilja kalla það. Það er nokkuð ljóst að þetta eru þættir í málrækt, en það ætti að vera jafnljóst að málrækt er miklu meira. Hún getur ekki falist í því að halda málinu óbreyttu eins og það liefur „alltaf" verið notað. Slíkt væri ekki málrækt heldur stöðnun, málfrysting. Málrækt hlýtur að taka mið af tilgangi mennsks máls. Tungu- mál eru notuð til boðskipta, tjáskipta, milli manna. Málið á að hafa tákn fyrir hvert mótað hugtak, tákn fyrir sem flestar einingar hugsunarinnar þannig að málnotendur geti alltaf búið hugsun sína í þann búning sem dugir til að koma viðtakendum í skilning um hana. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að málið þjóni hugsuninni, en hugsunin ekki málinu. Tákn málsins eru orð, stundum orðhlutar eða orðasambönd. Og merkingu hafa þessi tákn aðeins vegna þess að venjan hefur tengt þau við ákveðna hluti, tilteknar einingar í reynsluheimi málnotenda. Við erum vön því að orðið bók merki hlut af til- tekinni tegund, póstur hlut af einhverri annarri tegund, en í margræðum orðum ræðst merkingin nánar af umhverfi tákns- ins, einkum með samsetningu eða orðasambandi í samsetningu. Orðhlutinn póstur í gluggapóstur merkir annað en í flugpóstur. — Út í þetta skal ekki farið frekar hér, aðeins minnt á þann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.