Skírnir - 01.01.1983, Síða 98
92
ÁRNI BÖÐVARSSON
SKÍRNIR
menn berum á tungu okkar og þróun hennar. Ég tel að hér sé
um að ræða fulla ábyrgð nútímamanna gagnvart liðnum kyn-
slóðum, forfeðrum okkar, að varðveita það sem þeir hafa arf-
leitt okkur að, og gagnvart afkomendum okkar að glata því ekki
sem okkur hefur verið trúað fyrir að koma til skila í þeirra
hendur.
Við skulum hafa það rækilega hugfast að afkomendur okkar
eftir nokkrar kynslóðir geta ekki með neinu móti endurvakið
það tungumál sem við kunnum að glutra niður fyrir sakir hirðu-
leysis eða gleymsku í upphafi plastaldar.
Hvað er málrœkt?
Líklega kemur manni fyrst í hug að segja að málrækt sé vernd-
un máls, vöndun málfars. En málrækt er meira en málvernd ein,
hún felst ekki eingöngu í að vernda málið og halda því
„óbreyttu", „lireinu", „ómenguðu" og hvað menn nú vilja kalla
það. Það er nokkuð ljóst að þetta eru þættir í málrækt, en það
ætti að vera jafnljóst að málrækt er miklu meira. Hún getur
ekki falist í því að halda málinu óbreyttu eins og það liefur
„alltaf" verið notað. Slíkt væri ekki málrækt heldur stöðnun,
málfrysting.
Málrækt hlýtur að taka mið af tilgangi mennsks máls. Tungu-
mál eru notuð til boðskipta, tjáskipta, milli manna. Málið á
að hafa tákn fyrir hvert mótað hugtak, tákn fyrir sem flestar
einingar hugsunarinnar þannig að málnotendur geti alltaf búið
hugsun sína í þann búning sem dugir til að koma viðtakendum
í skilning um hana. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að málið
þjóni hugsuninni, en hugsunin ekki málinu.
Tákn málsins eru orð, stundum orðhlutar eða orðasambönd.
Og merkingu hafa þessi tákn aðeins vegna þess að venjan hefur
tengt þau við ákveðna hluti, tilteknar einingar í reynsluheimi
málnotenda. Við erum vön því að orðið bók merki hlut af til-
tekinni tegund, póstur hlut af einhverri annarri tegund, en í
margræðum orðum ræðst merkingin nánar af umhverfi tákns-
ins, einkum með samsetningu eða orðasambandi í samsetningu.
Orðhlutinn póstur í gluggapóstur merkir annað en í flugpóstur.
— Út í þetta skal ekki farið frekar hér, aðeins minnt á þann