Skírnir - 01.01.1983, Side 100
94
ÁRNI BÖÐVARSSON
SKÍRNIR
Áhrifavaldar á málþróun
Bókmenntir hafa löngum verið taldar einn sterkasti áhrifa-
valdur málþróunar, og ekki skal dregið úr mætti þeirra til
slíks. Þá er um að ræða bókmenntir í víðasta skilningi, ekki að-
eins það sem venjulega er kallað „fagurbókmenntir" eða „góðar
bókmenntir", heldur hvaðeina sem skrifað er, tímarit, hvers
kyns afþreyingarefni, og líklega má telja dagblöðin að verulegu
leyti með slíku efni, þótt mest af efni þeirra sé venjulega bund-
ið útkomudeginum. Enn má telja félagsbréf, auglýsingar, fund-
arboð og svo framvegis. Líklega hefur aðalfundarboð Bók-
menntafélagsins lítil áhrif á þróun íslenskrar tungu, en fast
orðalag í félagsbréfi eða tilkynningum æskulýðsfélaga hlýtur að
gera það þegar til lengdar lætur.
Við getum velt þessu fyrir okkur á ýmsa vegu og enn litið á
fjölmiðla með form þeirra í huga. Annars vegar eru þá óhreyf-
anleg sýnileg tákn sem notandinn hefur í hendi sér að grípa til
eftir vild. Þar er letrið, ritað mál. Hins vegar eru ósýnileg, heyr-
anleg tákn sem notandinn hefur sumpart á valdi sínu að grípa
til eftir vild, plötur, snældur og slíkt, og útvarpið jafnvel að
nokkru leyti, þegar kominn er búnaður til að taka upp og nota
sér síðar efni sem flutt er í útvarpi.
Bæði þessi fjölmiðlaform eru einskynja, það er orka aðeins
á eitt skilningarvit í senn. En sjónvarp og önnur tækni sem því
fylgir er þá tvískynja, orkar á tvö skilningarvit í senn og þá með
margföldum krafti. Það er enda talið, eflaust með réttu, sterk-
asti fjölmiðill nútímans. Af sama tagi er annað afbrigði þess-
arar tækni, skjábönd (myndbönd) sem menn nota til að taka
upp og flytja efni á sama hátt og segulbönd. Undan þessari og
þvílíkri tækni er ekki ástæða til að kvarta, ekki fremur en eld-
inum, ef menn kunna tök á henni. — Vitanlega geta menn haft
stjórn á slíku ef viljann skortir ekki.
Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér áhrifum fjölmiðla
á málfar. Um það verður ekki efast að áhrif sjónvarps, barna-
þátta og auglýsinga, á málfar barna og unglinga eru gífurleg.
Ungir áhorfendur sitja niðurnegldir fyrir framan sjónvarps-
tækið og gleypa í sig hvert orð; áhrif orðanna styrkjast við hreyf-
ingar myndanna. Ég er ekki viss um að allir þeir sem vinna við