Skírnir - 01.01.1983, Side 101
SKÍRNIR MÁLRÆKT, BÓKMENNTIR OG FJÖLMIÐLAR 95
þessa fjölmiðla átti sig á þeirri ábyrgð sem fylgir því starfi.
Þótt þeirra hlutverk sé fyrst og fremst að flytja tiltekið efni og
hafa áhrif á áhorfandann og/eða lesandann til fræðslu eða skoð-
anamyndunar eru áhrifin mótandi á allt hans viðhorf, reynslu-
heiminn, þekkingu, kunnáttu og getu til að tjá hugsanir sínar
í orðum.
Fyrir skömmu var í barnatíma í sjónvarpi fluttur skemmti-
þáttur þar sem notað var orðalag sem ég held fæstir hér mundu
sætta sig við sem fyrirmyndarmálfar sem hafa skyldi fyrir börn-
um. Flytjandinn (það var ekki stjómandi þáttarins) var að sýna
töfrabrögð eða eitthvað slíkt, þar sem sumir viðstaddir sáu
hvað var að gerast, aðrir ekki. Þá segir flytjandinn meðal ann-
ars: „Ó kei (með enskum framburði), ekki kjaftal" Þetta var
endurtekið aftur og aftur, og fleira af þessu tagi kom fram.
Þetta er aðeins eitt lítið dæmi, og ef við viljum að þetta sé
málfar sem börn okkar og barnabörn læra og kenna sínum börn-
um er að sjálfsögðu ekkert við slíku málfari að segja í áhrifa-
mesta kennslutæki nútímans. En ef við teljum það ekki „allt í
lagi“, „ó kei með það“, verðum við að hafa manndóm til að
móta þessi áhrif á heppilegan hátt.
Ummœli Rasks fyrir 170 árum
í bréfi til Bjarna Thorsteinssonar amtmanns árið 1813 segir
stofnandi Hins íslenska bókmenntafélags, Rasmus Kristján Rask,
meðal annars:
Þó er jeg að lesa íslenzku, þegar færi gefst og teikna hjá mjer athuga-
semdir við málfræðibókina, og hefi jeg uppgötvað mikið í því tilliti alla-
reiðu. Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenzkan bráðum muni
útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að
100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp
frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar;
jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum
mun hún haldast við lengst. (Tilv. eftir Tímariti hins íslenzka bókmennta-
fjelags IX, 1888, bls. 56.)
Að vísu leið öldin án þess Reykvíkingar týndu málinu með
öllu, enda voru „rammar skorður við reistar", skorður meðvit-
aðrar málverndar og vaxandi þjóðerniskenndar. Hér skal sú
saga ekki rakin, en aðeins varpað fram spurningu: