Skírnir - 01.01.1983, Page 102
96
ÁRNI BÖÐVARSSON
SKÍRNIR
Hvernig horfir um framtíð íslenskrar tungu á okkar dögum?
Þessari spurningu skal ekki reynt að svara til neinnar hlítar, að-
eins minnt á örfá atriði til umhugsunar.
Ný tcekni
Þegar menn velta fyrir sér þessari nýju tækni og auknum áhrif-
um fyrir hana verður ljósara hve miklu sterkari tíska nútím-
ans hlýtur að vera, sú tíska sem einkum finnur sér farveg í
fjölmiðlum. Og það er einmitt viss hluti málfarslegrar tísku.
Þar koma fram áhrif tískuþátta hvers konar. Að vísu ganga
fæstir þeirra undir því nafni, heldur fjalla þeir um íþróttir,
popplist og annað slíkt sem tekur huga fjöldans meðal ungs
fólks,
I þessu sambandi þykir mér vert að minnast á þau áhrif sem
skemmtanalífið hefur á málfar. Ég fullyrði að fyrir nokkrum ár-
um hafi íslenskir dægurlagasmiðir og -söngvarar stigið mikils-
vert slcref til að varðveita íslenska tungu. Það var þegar sú tíska
hvarf í skugga að syngj a öll dægurlög með enskum texta og menn
tóku upp íslenskan í staðinn. Ég fullyrði að síðari kynslóðir ís-
lendinga verða þeim dægurlagaflytjendum þakklátir, það er að
segja ef ekki kemur annað til sem spillir.
í kringum 1960 mun ég hafa bent á það í útvarpsþættinum
um daglegt mál að það væri vissulega hart ef ekki væru tiltækir
aðrir dægurlagatextar en enskir til að flytja í útvarpið. Beint
tilefni þessara ummæla var það að nær ekkert heyrðist á öðru
rnáli en ensku með danslögunum í útvarpinu annaðhvort á
þjóðhátíðardaginn eða fullveldisdaginn það sinn. Fleiri en ég
höfðu áhyggjur af þessu. Meðal annars gat Helgi I-Ijörvar þessa,
sá góðkunni útvarpsmaður og unnandi íslenskrar tungu, þegar
hann afhenti Jóni Múla Árnasyni verðlaun fyrir vandaða með-
ferð móðurmálsins í útvarpi. En útvarpið, bæði hljóðvarp og
sjónvarp, er eitt sterkasta tæki nútímans til málfarslegra áhrifa.
Því veltur á miklu að þar sé vandað til málfars, en á því vill oft
verða misbrestur.
Ríkisútvarpið gerir í raun engar málfarslegar kröfur til starfs-
manna sinna, heita má að þeir fái litlar sem engar leiðbeiningar