Skírnir - 01.01.1983, Side 103
SKÍRNIR MÁLRÆKT, BÓICMENNTIR OG F JÖLMIÐLAR 97
um meðferð móðurmálsins, og nýir stjórnendur fastra útvarps-
þátta alls engar, nema þeir verði sér úti um þær sjálfir.
Menn hafa ef til vill ekki talið neina þörf á slíku aðhaldi,
ekki séð að nein hætta væri á ferðum þótt litlar málfarslegar
kröfur væru gerðar til flytjenda útvarpsefnis. Þá er ekki því að
neita að með sumum ríkja þau viðhorf að ekki eigi að hafa nein
vísvitandi áhrif á þróun tungumála, þau eigi að fá að þroskast
eftir sínum eigin lögmálum án afskipta stjórnvalda eða annarra
áhrifavalda í samfélaginu, vegna þess að slík afskipti séu alltaf
til bölvunar. í þessu sambandi má minna á að það var fyrir fé-
lagsleg áhrif, afskipti skólamanna og forystumanna menntamála,
að útbreiðsla flámælis, hljóðvillunnar svonefndu, var stöðvuð
fyrir miðja þessa öld. Þar var um að ræða sameiginlegt átak sem
bar árangur, þannig að nú má telja að þessari hættu á breytingu
málsins hafi verið bægt fiá. En aðrar steðja að.
Aukið nám i erlendum málum
Nú er komin ný hætta til sögunnar. Miklu fleiri en áður læra
erlend mál, og er síst að amast við því. Hins vegar er því ekki
að neita að slíkt nám hefur þá hættu í för með sér að fleiri og
fleiri skilja erlendar „slettur“, eða eigum við kannski heldur
að segja „þarflaus tökuorð"? Sístækkandi hluti samfélagsins skil-
ur slíkt, og því fylgir viss áhætta ef samtímis vaknar ekki áhugi
á verndun málsins. Það er og eðlilegt að það fólk sem notar slík
orð í rnæltu máli sínu dags daglega krefjist þess að fá að nota
þau einnig í ritmáli, enda er það lítil málrækt að amast lítt eða
ekki við óíslenskulegu tali í daglegu máli en bannfæra hins
vegar allt slíkt þegar ritað er. Slík viðhorf hafa fyrr eða síðar
þær afleiðingar að breikka bilið milli talmáls og ritmáls, en það
er ekki til farsældar.
Löngum hefur verið talið að varðveisla íslenskrar tungu hafi
lengstum livílt meir á lierðum allrar alþýðu en lærðra manna.
Eflaust er það að einhverju eða miklu leyti rétt, en hvað sem
um þessa staðhæfingu má segja væri nöturlegt ef þasr kyn-
slóðir íslensks almennings sem fyrstar gengu í skóla árum sam-
an yrðu til þess að glutra niður tungunni. Erlent málanám
nútíma íslendinga beinist fyrst og fremst að ensku og Norður-
7