Skírnir - 01.01.1983, Side 105
SVEINN BERGSVEINSSON
Tveir höfnndar Egils sögu
I. FORMSATRIÐI
Eins OG rýnendum íslenskra fornsagna er kunnugt um, hafa til-
gátur um liöfundareinkenni einkum byggst á efni þeirra og nið-
urröðun (komposition) með samanburði við aðrar heimildir.
Formið sjálft eða stíllinn hefur reynst erfiðara viðfangsefni.
Enda er sá akur ekki eins vel plægður, og að mörgu leyti er óhægt
að koma beinum athugunum og samanburði við, þó að þar hafi
margt verið vel gert og með mikilli elju. Má sem dæmi nefna
rannsóknir Peters Hallbergs á nokkrum sögum og samanburð
Hallvards Mageröy á A- og C-gerð Ljósvetningasögu í Afmælis-
riti Jóns Helgasonar.
Hins vegar geta athuganir á forminu leitt til óvæntrar niður-
stöðu um efnismeðferð. Án þess að vilja hreykja mér liátt vil ég
geta þess, að ég hef um langt árabil gert athuganir og rannsóknir
á dróttkvæðum hætti, að mestu þó í ígripavinnu. í lok Haralds
sögu gráfeldar í Heimskringlu eru tvær vísur liafðar eftir Ey-
vindi skáldaspilli, sem var þrátt fyrir viðurnefnið ágætt skáld.
Það þarf ekki langrar athugunar við til að sjá, að vísurnar eru
undarlegar, jafnvel gallaðar, miðað við skáldskap Eyvindar og
hans tíma. Þá las ég aftur um fátækt stórbóndans, Eyvindar, gjöf
íslendinga, feldardálkinn, sem stóð „fimm tigu marka“ (ÍF,Hkr.
I, bls. 222) og síldina, sem hann keypti svo í „örbirgð“ sinni af
húskörlum sínum og landsbúum með bogaskoti sínu (var þó ekki
kunnur sem bogaskytta eins og Einar þambarskelfir). Það þarf
varla mikið ímyndunarafl, aðeins heilbrigða skynsemi, til að sjá,
að hér muni eingöngu vera um skemmtisögu (anekdote) að ræða.
Amma Eyvindar var Sigríður á Sandnesi, ekkja Þórólfs Kveld-
úlfssonar, sem Haraldur hárfagri gifti síðar Eyvindi lamba, og