Skírnir - 01.01.1983, Side 106
100
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
fylgdu með eignir Þórólfs. Því mun Sandnesfólk hafa verið einna
ríkast þar norður frá, þó ekki sé talið með, að konungar héldu
vel hirðskáld sín. Og ekki má gleyma, að Haraldur gráfeldur gaf
Eyvindi vísuna: Fyrr rauð Fenris varra- að dauðasök, en sætt-
ist þó „með því, at Eyvindr skyldi gerask skáld hans, svá sem
hann lrafði áðr verit Hákonar konungs" (199). Fleiri dæmi mætti
nefna í sambandi við tortryggilegar vísur.
í stílrannsóknum er ýmsum aðferðum beitt. Nafnorð og lýs-
ingarorð eða sagnir segja lítið eitt sér. Því hafa menn gripið til
samstæðra orða, t.d. Hallberg. í málfræðinni hafa menn allt frá
Bobb og Rask orðhluta og endingar til samanburðar í rannsókn
á skyldleika orða og mála. Við atliugun á persónulegum stíl
korna einnig samtengingar til greina. Rithöfundar og afritarar
gefa þeim sjálfir næsta lítinn gaum, eins og skiljanlegt er, en
ef texti breytir allt í einu um samtengingu, t.d. tímatengingu,
frá „en er —“ í „ok er —“ sömu merkingar, þá er það athugunar-
vert, livort þar sé um einn eða tvo höfunda að ræða. Þetta verð-
ur skiljanlegra, ef nýr höfundur tekur við, „sem setur sögu sam-
an“, en afritari, sem ritar eftir öðru handriti eða forlagi. Niður-
stöður mínar byggjast á þessu lögmáli, sem mun vera nokkuð
þekkt meðal fræðimanna í rannsókn á textum fornum og nýjum.
í þessu skyni las ég Egils sögu tvisvar, þar sem efnið hlýtur
alltaf að dreifa athyglinni, enda sýndi það sig, að talsverður
liópur kom í „annarri leit“. En þó ég ef til vill fyndi einstakar
eftirlegukindur í þriðju leit, þá geri ég ekki ráð fyrir því, að það
hefði umtalsverð áhrif á niðurstöðurnar, og hef ég því sparað
mér hana. Af ýmsum ástæðum lá það nokkuð nærri að fara yfir
Ólafs sögu helga í Heimskringlu til samanburðar. £g hef svo oft
lesið Ólafs sögu, að ég þóttist ekki þurfa að fara meira en eina
umferð í þessu skyni og komst að raun um, að þar skiptir ekki
um tímatengingu eins og í Eglu. Þar er notað svo að segja ein-
göngu „en er —Við öll dæmin í Eglu eru sett blaðsíðutöl, svo
að engin hætta er á, að ég hafi talið sömu tengingu tvisvar. Eins
gefur það möguleika til endurtalningar síðar, þar sem líka er
merkt við í texta í mínu eintaki.