Skírnir - 01.01.1983, Síða 107
SKÍRNIR TVEIR HÖFUNDAR EGILS SÖGU 101
Yfirlitstafla: Egils saga öll.
I a-)-b en er — ao/so = 165 dæmi,
II a-)-b ok er — ao/so = 129 dæmi.
Ia merkir tenginguna en er — með atviksorðinu „þá“ í næstu setningu,
Ib merkir tenginguna en er — með sagnorði i næstu setningu.
Ila merkir tenginguna ok er — með atviksorðinu ,.þá“ í næstu setningu,
Ilb merkir tenginguna ok er með sagnorði í næstu setningu.
Aðrar tíðartengingar í Eglu eru fáar og verða taldar upp síðar.
í stórum dráttum skiptir um tengingu frá en til ok við upphaf 57. kafla og
skal það sýnt í töfluformi.
Frá 1. til 57. kafla
Ia (en er — þá): 122 tengingar
Ib (en er — so): 30 —
Ila (ok er - þá): 12 -
Ilb (ok er — so): 8 —
Samtals Ia-)-b: 152: IIa-|-b: 20
Frá og með 57. kafla til loka
Ia (en er — þá): 10 tengingar
Ib (en er — so): 3 —
Ila (ok er — þá): 85 —
Ilb (ok er — so): 24 —
Samtals Ia-f-b: 13; Ila-j-b: 109
Það sem úr töflunni má lesa, segir meira en löng greinargerð.
Við 57. kafla í Eglu skiptir næstum um tímatengingu. Ég endur-
tek töfluna í orðum: í fyrri hluta eru tengingar með atviksorði
og sagnorði, sem hefjast á „en er —“ 152 að tölu, „ok er —“ 20.
1 síðari hluta snýst þetta við, tengingar með „en er —“ 13, með
„ok er —" 109, og er þó sá hluti Eglu miklu styttri.
Þó að í sumum fræðum sé hægt að misnota tölvísi, þá kemst
það ekki að í textanum sem fyrir liggur. Á því að tíðni sam-
tenginganna í Eglu snýst við frá 57. kafla hef ég enga aðra skýr-
ingu en hér séu tveir höfundar að verki, þar sem hvor hefur sinn
stíl, ekki merkingarlega séð, heldur í smáorðum, sem tengja sam-
an setningar. Það er varla ætlandi afritara að breyta á svona
löngum kafla algerlega um stíl, þegar hann fer eftir forriti. Ef
við förum niður í nútímann þá er okkur kunnugt um, hve Hall-
dór Laxness notar oft tenginguna „aftur á móti“, þetta mun vera
fádæmi hjá rithöfundi eins og Guðmundi Hagalín, að báðum
ólöstuðum.