Skírnir - 01.01.1983, Side 108
102 SVEINN BERGSVEINSSON SKÍRNIR
Þó að fyrrgreindar samtengingar séu ráðandi í Egils sögu, þá
hef ég skráð aðrar, sem hafa litla tíðni:
en þegar — þá (bls. 17),
en þá er - þá (80, 105, 270),
en þegar er — þá (89, 130),
þá er — þá (4, 79, 100), og fleiri. Allar í fyrri hluta.
Elsta handritsbrot, sem til er af Eglu, er peta frá því um 1250.
Það er að vísu helst til stutt borið saman við alla söguna í
Möðruvallabók (M). Þó sýni ég það og samsvarandi staði sög-
unnar í sérstakri yfirlitstöflu. I þetwbrotinu kemur „ok er“-teng-
ingin ekki fyrir, en á samsvarandi stöðum Eglu tvisvar í fyrri
hluta og þrisvar í síðari hluta. Hér virðist vera ósamræmi milli
afritara. Tíðartenging, sem hefst á „en“, mun vera eldri en „ok
er“, sbr. íslendingabók.
Ritgerð þessi er að stofni til erindi, sem haldið var við Háskóla
Islands sumarið 1976. í umræðum á eftir gerði Stefán Karls-
son þá athugasemd, að hvorki M né þeta væru frumhandrit, og
hefðu handritin því ekki sönnunargildi. Sem handritafræðingur
hefur hann rétt fyrir sér frá þeim sjónarhóli séð. Um það munu
allir málfræðingar vera sammála. Hins vegar mundi slíkt sjónar-
mið hafa í för með sér, að málfræðilegur samanburður á hand-
ritum missti gildi sitt, líka tölulegar orðasamstæður, sbr. Hall-
berg. Þó hafa menn yfirleitt byggt sínar rannsóknir á þeim hand-
ritum, sem til eru, að vísu einnig á gömlum kvæðum, þar sem
rímið hefur varðveitt eldri form, og svo á samanburði við önnur
handrit utan íslands og ekki síst á málfræðilegum samanburði.
í útgáfu sinni af íslendingabók (ÍB) og Landnámu 1968 rök-
styður Jakob Benediktsson það, að forrit séra Jóns Erlendsson-
ar (d. 1672) af báðum afskriftum hans „hafi verið frá því um
1200 eða litlu fyrr“ (formáli XLVI) og segir raunar rétt áður, að
Brynjólfur biskup Sveinsson hafi látið gera þessi afrit, „af því
að honum hafi ekki þótt fyrri uppskriftin (B) nógu nákvæm,
enda er stafsetning á A fornlegri og líkari því sem ætla má að
verið hafi á forritinu". Enda sér hvergi í útgáfunni, að upp-
skriftir þessar hafi mismunandi tíðartengingar, og gefur þó J.B.
mismun á leshætti neðanmáls. Það virðist því ekki of djarft að