Skírnir - 01.01.1983, Page 109
SKÍRNIR TVEIR HÖFUNDAR EGILS SÖGU 103
álykta af áðursögðu, að tíðartengingarnar í lB geti verið frá því
um 1200, jafnvel frá Ara sjálfum. Þær virðast líka standa á eldra
stigi (3 smáorð í hverri aukatengingu -f- þá í staðinn fyrir 2 í
öðrum sögurn, og hefjast í ÍB allar á „en —“). Um leið benda
líkur til, að „en er —" sé eldra en „ok er —
íslendingabók er í lF 26 bls. að lengd. En bæði er, að textinn
er stuttur, eins býður hann ekki upp á tíðartengingar nema í
nokkrum köflum, en þær eru þessar, tíðni þeirra í svigum:
en þá es — þá (4),
en síðan es — þá (2),
en svá sera — þá (1),
en þá es — A — þá (1),
en es — A-J-A — þá (1).
(A z= aukasetningu skotið inn í).
Áður en mér datt í hug að taka Islendingabók til hliðsjónar,
gerði ég samanburð á tíðni tíðartenginga í nokkrum sögum öðr-
um en Eglu, sem líka eru gefnar út eftir Möðruvallabók í IF.
Á svona löngum köflum getur varla hjá því farið, að tölfræðin
bendi í rétta átt. Hver höfundur er samkvæmur sjálfum sér, hver
afritari líka, þótt hann sé eflaust nokkuð sjálfstæður gagnvart
forriti sínu, en sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að hann snúi dæm-
inu við, einkum hvað viðkemur smáorðum, efnislitlum orðum
eins og tíðartengingum, hvort sem um einn eða fleiri afritara
er að ræða. Það er allt annað viðhorf í ritlist og stílstefnu (Kunst-
wille) en auka inn í köflum eða stytta texta. Hins vegar geta
tveir sjálfstæðir höfundar haft hvor sitt tungutak, eins og aug-
Ijóst virðist í Eglu. Hún sker sig úr þeim sögum, sem ég hef
gert tölulegan samanburð á. En þær sögur eru: Laxdæla, Glúma,
Njála, fyrsti og síðasti hluti. í Laxdælu varð að orðtaka um 70
bls. tvisvar, sem fellur undir báða hlutana, til að ná nokkurn
veginn sömu lengd og í Egils sögu. Glúma er aðeins 96 bls. í
sömu útgáfu:
Laxdcela
Fyrri hluti (3-164 = 162 bls.)
en er — 27 tíðartengingar
ok er — 30 —
Hlutföll 27 en er — : 30 ok er —.