Skírnir - 01.01.1983, Side 110
104
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
Aðrar „en“-tengingar (tíðni í svigum, so = sagnorð, A = aukasetning):
en er — akol. (ófullkomin setning) (1), en þá er — so (1), en þá er — þá (2).
en síðan er — so (1), en er — A — þá (1).
Aðrar „ok“-tengingar: ok þar er — þá (1), ok þar er — þar (1), ok þá er —
þá (3), ok þegar er — so (2), ok fyrir þat er — A-j-A-þA — þá (1), ok er — A
— þá (1), ok er — A-j-A — þá (2).
Síðari hluti (93-299 = 137 bls.)
en er — 15 tíðartengingar
ok er — 28 —
Hlutföll 15 en er — : 28 ok er —.
Aðrar tíðartengingar eru: ok þá er — v., þ.e. vantar (ónákvæm merking frá
minni hálfu, en í svigum standa (2), ok þegar er — so (1), ok er — A — þá
(2), ok er — A-J-A — (1). Ekkert dæmi um „en —
Ef borin er saman tíðni tenginga (t) í Laxdælu í báðum „hlut-
um“ af svipaðri lengd og í Eglu, þá er mikill munur á. Tíðni t
í Laxdælu samsvarar sér nokkurn veginn miðað við blaðsíðu-
fjölda. Það verður ekki sagt um Eglu, að hvaða niðurstöðu sem
menn kunna að komast.
Glúma 96 (bls.)
en er — 11 t
ok er — 22 t
Hlutföll 11 en er — : 22 ok er —.
Við sjaldgæfari tíðartengingar var ekki merkt. Hlutföllin eru
næstum þau sömu og í seinni hluta Laxdælu, en á fyrstu 161 bls.
í henni hefur „en er —“ rutt sér eitthvað til rúms, sbr. Eglu.
Njdla
Fyrri hluti (5-166 = 162 bls.)
en er — 17 t
ok er — 9 t
Hlutföll 17 en er — : 9 ok er —.
Aðrar „en“-tengingar: en þá er — so (2), en þá er þá (3), en þegar er —
so (1), en þegar er — þá (1), en þá er — A-|-A þá (1).
Aðrar „ok“-tengingar: ok þá er — so (3), ok þegar er — so (2), ok í þvi er —
so (1).
Munurinn á því, hvort eftirsetningin hefst á sagnorði eða „þá“
er lítill í öllum sögunum. Athugunarverð er hin litla tíðni t,
sem að einhverju leyti stafar af því, að þar eru orðaskipti