Skírnir - 01.01.1983, Page 111
SKÍRNIR TVEIR HÖFUNDAR EGILS SÖGU 105
(díalóg) meiri en í áðurtöldum sögum. Hlutföllin eru í ætt við
Eglu, en þó ekki eins mikill.
Síðari hluti (32G-463 = 138 bls.)
en er — 8 t
ok er — 2 t
Hlutföll 8 en er — : 2 ok er —
Aðrar „en“-tengingar: en þegar er — so (1), en þá er — þá (1).
Aðeins ein „ok“-tenging: ok þegar er — so (1).
Hlutföllin stangast á við síðari hluta Egils sögu, bæði um litla
tíðni, sem búast mátti við, því að inn í þennan hluta kemur
hápunktur sögunnar: Njálsbrenna. Eins eru hlutföllin öfug, þótt
tíðnin sé lítil: 4:1 (í Egils sögu u.þ.b. 1:8). Augljóst er, að meira
samræmi er milli tenginga í Laxdælu, Glúmu og Njálu inn-
byrðis en milli þeirra og Eglu, þótt allar séu í sama handriti M.
Þegar komið er að öðrum handritum, ber fyrst og fremst að
minnast á þeíwbrotið af Eglu, fjögur skinnbókarblöð frá því um
1250, sem Sigurður Nordal lýsir í formála sínum í ÍF II (sjá
yfirlitstöflu). Athyglisverðast er, að „ok er —“ tengingu vantar á
þessum blöðum, Egla hefur á samsvarandi stöðum í báðum hlut-
um 5 „ok er —" tengingar samtals. Samkvæmt skoðun Nordals
er M styttri texti. Þeínbrotið er of stutt til að hægt sé að draga
af því miklar ályktanir. En „ok er —" tengingin var ekki óþekkt
á þessum tíma, sbr. Ólafssögu helga, þótt búast mætti við „en
er —“ í fyrri hluta þetn. Ef til vill er afritari hér sjálfstæður
gagnvart forritinu, eins og ég hef áður minnst á.
YFIRLITSTAFLA: Egla
Fyrri hluti. Frá 1. til loka 56. kafla (bls. 163)
en er — : 152 tímatengingar
ok er — : 20 —
Hlutföll 152 en er — : 20 ok er —.
Síðari hluti. Frá 57. kafla til loka sögunnar (bls. 300)
en er — : 13 tímatengingar
ok er — : 109 —
Hlutföll 13 en er — : 109 ok er —.
Þeta er tæp 4 blöð alls (formáli).
Fyrri hluti. en er — 5 tímatengingar
ok er — 0 —