Skírnir - 01.01.1983, Side 114
108
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
ast sagt ýkjur. Svo og afreksverk lians síðar á Englandi. En hér
er sem maður heyri undirtón, frásögn Egils sjálfs á gamals aldri,
sem haldið hefur verið við af ættmennum og afkomendum. Eng-
inn þarf að efa, að Egill var mikill vígamaður samkvæmt skap-
lyndi sínu og óvenju miklu afli, þó að hann hafi verið „vopn-
djarfari“ en hvað hann var „mjúklátur“ í bardaga, eins og sagt er
um íslendinga á einum stað í Heimskringlu, enda hafa þeir ekki
haft mikil tækifæri til að stunda vopnfimi og turniment. Víkinga-
ferðir og hólmgöngur voru líka algengar. Hins vegar geta vísur
hans (og frásagnir) um hólmgöngur við Ljót bleika og Atla liinn
skamma verið síðar ortar inn í söguna, eins og haldið hefur
verið fram (sjá formála Egils sögu, ÍF II). En þetta stendur líka
í síðari liluta sögunnar. Frásagnir Egils af víkingaferðum hans
með þeim ýkjublæ, sem auðsjáanlegur er, mætti kalla karlagrobb,
þegar hann var hættur siglingum og vígaferlum. I fyrri hlutan-
um eru þær allar sagðar honum til hróss, þó að sumt, sem síðar
er sagt, geti líka stafað frá Agli sjálfum eins og Jórvíkurferðin.
Og þá erum við komin að síðari hluta þessarar sögu. Nútíma-
menn þekkja gjörla, hve mönnum er gjarnt síðar á ævinni að
koma aftur til þess lands, þar sem þeir liafa þolað súrt og sætt
og eiga þar auk þess góða vini. Bent hefur verið á, að Egill
hefði auðveldlega getað forðast Eirík konung í Jórvík, ef hann
hefði viljað. En besti vinur hans, Arinbjörn hersir, var þar líka
og Agli mun hafa boðið í grun, að hann væri þar áhrifamaður,
vinsæll og jafn vel mannaður og Eiríkur blóðöx og því áhættan
ekki svo mikil, eins og menn vilja fyrir satt hafa. Enginn hefur
heldur dregið í efa, að Arinbjarnarkviða væri ort af Agli sjálf-
um, enda jafn persónulegur skáldskapur og Sonatorrek og svo
vel kveðin, að engum síðari tíma manni væri ætlandi að hafa
ort hana inn í söguna. Þar segist Egill hafa þegið „hattarstaup
af hilmi“. Kviðuna yrkir Egill síðar á íslandi og ber liún vitni
um hættulega för. Hafi hann treyst liðveislu og vináttu Arin-
bjarnar er eins líklegt, að hann hafi miklað fyrir sér í kviðunni
þessa lífshættu í liöll konungs. Lausavísurnar, sem hafðar eru
eftir Agli um þessa för, hafa ekki verið tortryggðar nema 36.
vísa: Urðumk leið en ljóta
Það er satt, liún er að formi til tortryggilegust af þeim vísum,